Monthly Archives: June 2012
-
Frábær opnun í Norðurá, Iðan og Kolskeggur gefa vel
Opnunin í Norðurá er að verða sú besta í nokkra áratugi og stefnir í metopnun ef fram heldur sem horfir.
11 laxar veiddust fyrir hádegi, þar af tveir á svæðinu kennt við Munaðarnes. Af þessum löxum vitum við að í það minnsta fjórir komu á Kröfluflugurnar Iðu og Kolskegg keilutúpur.
Myndin sem hér fylgir með er af Elínu Ingólfsdóttur en hún fékk þessa glæsilegu 78 cm hrygnu á Bryggjunum á Iðu.
Við birtum nánari fréttir í kvöld.
-
Kröfluflugurnar gáfu strax laxa í opnun Norðurár í morgun
,,Þetta var auðvitað æðislegt og Iðan klikkar ekki frekar en venjulega," sagði Hörður Birgir Hafsteinsson, stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í samtali við Krafla.is klukkan rétt rúmlega 10 í morgun. Stjórn SVFR opnaði Norðurá í morgun og Mjöll Daníelsdóttir í veiðihúsinu við Norðurá sagði í samtali við Krafla.is klukkan hálf ellefu að 7 laxar væri komnir á land og það væri mikið fjör á bökkum árinnar.
Hörður Birgir byrjaði ásamt Elínu Ingólfsdóttur, eiginkonu sinni, að veiða í morgun á Bryggjunum. Þykir það jafnan einn lakasti veiðistaðurinn í opnun árinnar nema vatn sé mjög gott. Hörður setti fljótlega í 75 cm langa hrygnu á Iðu túpu með keilu og ekki löngu síðar fékk Hörður aðra hrygnu á Iðuna og var hún 78 cm.
Við höfum fengið staðfest að Árni Friðleifsson, varaformaður SVFR, fékk 78 cm hrygnu á Brotinu á Kolskegg keilutúpu í morgun þannig að við vitum að í það minnsta 3 laxar af 7 í morgun komu á Kröfluflugurnar Iðu og Kolskegg.
Bjarni Júlíusson fékk fyrsta lax sumarsins á Brotinu snemma í morgun og við höfum heyrt að Ragnheiður Thorsteinsson fékk lax á Stokkhylsbroti og þeir Hörður Vilberg og Bernhard Petersen sinn hvorn fiskinn á Eyrinni. Við vitum ekki enn hvaða flugur þessir fiskar tóku.
Sjö laxar á fyrstu þremur klukkustundunum er ein besta opnun Norðurár í mörg ár. Það að Kröfluflugurnar séu að stimpla sig svona rækilega inn í opnuninni gefur auðvitað frábær fyrirheit fyrir sumarið og við minnum veiðimenn á að Kröfluflugurnar, eins og þær eiga að vera, fást einungis í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.
Við verðum áfram á vaktinni hvað Norðurá varðar og uppfærum fréttirnar hér um leið og þær berast.
-
Echo stengurnar eru að slá í gegn - mikil gæði á frábæru verði - gerið verðsamanburð
Þá er veiðivertíðin að hefjast en einungis nokkrir dagar eru í að fyrstu köstin verði tekin í Norðurá í Borgarfirði og Blöndu. Munum við færa lesendum okkar fréttir af gangi mála í Norðurá þegar þar að kemur.
Í veiðibúðinni Kröflu hefur verið líf og fjör síðustu daga og ný sending af Echo flugustöngum sem við fengum á dögunum er langt komin og önnur sending þegar á leiðinni til landsins. Allar Echo stengurnar eru hannaðar af Bandaríkjamanninum Tim Rajeff og hafa fengið frábæra dóma undanfarið á netinu. Í Echo stöngunum fá veiðimenn mikið fyrir peninginn, verðið á stöngunum er afar hagstætt, úrvalið mikið og ævilöng ábyrgð á öllum stöngum. Við skorum á veiðimenn að bera saman verð og gæði. Þann samanburð hræðumst við ekki í Veiðibúðini Kröflu að Höfðabakka 3. Þess má geta að við hjá Kröflu höfum 45 ára reynslu af stangaveiði.
Við erum með sérlega skemmtilegar stengur fyrir veiðimenn sem nota nettar græjur. Hjá okkur fást meðal annars 6,6 feta silunga- og laxastengur fyrir línu 3 og 7,3 feta stengur fyrir línu 2. Í Kröflu er hægt að fá minnstu og léttustu fluguhjól landsins og er óhætt að fullyrða að bleikjuveiði fær alveg nýja merkingu með svona útbúnaði.
Hjá Kröflu er hægt að prófa allar stengur á staðnum.
Við erum með gríðarlega mikið úrval af flugum sem eru í senn endingargóðar og vel hnýttar og gjöfular. Úrvalið er alltaf að aukast og sjón er sögu ríkari.
Hlutur 5 til 7 af 7
- 1
- 2