Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

20 punda tröll á orange Kröflu í Breiðdalsá

Borgar Antonsson með 98 cm laxinn sem var 50 cm í ummál og bókaður 20 pund í veiðibók Breiðdalsár eins og segir á Strengir.is

Borgar Antonsson með 98 cm laxinn sem var 50 cm í ummál og bókaður 20 pund í veiðibók Breiðdalsár eins og segir á Strengir.is

Breiðdalsá hefur gefið rúmlega 30 laxa það sem af er veiðitímanum. Af þessum 30 löxum eru 5 laxar á bilinu 90-98 cm og tveir þeir stærstu 98 cm eða um og yfir 20 pund.

Í gær veiddist 98 cm lax í Gljúfrunum á orange Kröflu, þyngda kopartúpu. Þetta var afar falleg hrygna og var hún 50 cm í ummál. Á heimasíðu Strengja segir að laxinn hafi verið í það minnsta 20 pund og skráður þannig í veiðibók.

,,Þetta var vægast sagt skemmtilegt. Ég hitti kunningja minn í morgun sem er leiðsögumaður í veiðihúsinu við Breiðdalsá og hann gaf mér tvær þyngdar orange Kröflutúpur þar sem ég var búinn með mínar. Stuttu síðar fór ég út í á og þegar ég kom í Gljúfrið sá ég fljótlega laxa ofan af klettunum í um það bil 12-15 metra hæð. Ég setti strax orange Kröflutúpuna undir og kastaði ,,upstream". Í þriðja kastinu kom lax syndandi á ferðinni aftan að löxunum sem ég hafði séð þarn áður, snéri sér á leiðinni upp og negldi Kröfluna. Þetta var æðisleg sjón," sagði Borgar Antonsson, leiðsögumaður við Breiðdalsá í gær eftir viðureignina.

Það er greinilegt að Kröfluflugurnar skila góðum árangri fyrir austan enda rómaðar stórlaxaflugur. Við tökum fram að Kröfluflugurnar, eins og þær eiga að vera, fást einungis í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.

Þegar þetta er skrifað er góður gangur í Breiðdalsá. Á heimsíðu Strengja segir að laxarnir í Breiðdalsá séu í ,,góðum holdum og virðast koma vel aldnir af hafi. Fleiri stórlaxar hafa sést og líklega tímaspursmál hvenær 100 cm múrinn verður rofinn."

Á morgun höldum við áfram með stórfiskasögur á Krafla.is og segjum frá einum stærsta fiski vertíðarinnar hingað til. Sá tók Kolskegg túpu með rosalegum látum. Nánar á morgun.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík