Allir stærstu fiskarnir í Breiðdalsá á Kröfluflugur sem fást bara í Kröflubúðinni
This entry was posted on 10. September 2012
.Kröfluflugurnar hafa oft verið að gefa mönum góða veiði í sumar og hafa margir stórlaxar veiðst á Kröfluflugurnar. Stórir fiskar koma jafnan á land í Breiðdalsá sem er með skemmtilegri ám landsins þegar laxveiðin er annars vegar.
Í sumar hafa komið þrír laxar á land sem hafa verið 20 pund og stærri. Allir þessir fiskar hafa veiðst á flugur frá okkur, tveir 20 punda laxar á Kröflu orange tommulangar túpur og sá stærsti, 22 punda lax á Iðu 1,5 tommu langa túpu.
Borgar Antonsson, leiðsögumaður við Breiðdalsá sendi okkur eftirfarandi pistil í dag:
,,Þessi var tekinn á Skammardalsbreiðu í Breiðdalsá 6. september sl. og tók orange Kröfluna eins og 3 aðrir laxar sem við fengum á flugu í þessum 3ja daga túr okkar.
Samtals var lengdin á þessum 4 fiskum 3 metrar og 48 cm svo stóru fiskarnir eru greinilega hrifnir af Kröflu flugum.
Og gaman að segja frá því að í sumar eru komnir þrír yfir 20 punda fiskar á land úr Breiðdalsá og var ég viðstaddur í öll skiptin, 2 komu á orange Kröflu og sá stærsti sem var 22 pund tók 1,5 tommu langa Iðu túpu.
Kröflu flugurnar eru flugur þessa sumars hjá mér og verða mikið notaðar hér eftir."
Varla þarf að taka það fram að þessir fiskar veiddust allir á Kröfluflugurnar frá Veiðibúðinni Kröflu í Höfðabakka 3 en þessar fengsælu og sterku flugur eru einungis til sölu í Kröflubúðinni.