Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Birtingurinn er vitlaus í Kröfluflugurnar - Rauðskeggur og Bláskeggur eru að slá í gegn

Þessi væni sjóbirtingur tók Rauðskegg í fyrsta kasti í gær í Eldvatnsbotnum.

Þessi væni sjóbirtingur tók Rauðskegg í fyrsta kasti í gær í Eldvatnsbotnum.

Við erum að heyra víða sögur af veiðimönnum sem hafa verið að gera ágæta veiði í sjóbirtingi undanfarið. Og oftar en ekki eru Kröfluflugur að koma þar við sögu enda afar góðar flugur í birting ekki síður en laxinn.

Tvær af nýju flugunum sem komu til sölu í Veiðibúðinni Kröflu í sumar, Rauðskeggur og Bláskeggur, hafa verið að skila mjög góðri veiði í mörgum ám í sumar. Veiðimenn við Iðu fengu laxa á Rauðskegg og Bláskegg á dögunum. Þar af voru vænn hængur sem er stærsti laxinn til þessa í veiðibókinni við Iðu í sumar og tvær tveggja ára hrygnur sem fengust á Bláskegg.

Nýjasta fréttin úr sjóbirtingsveiðinni er frá Eldvatnsbotnum en þar réðst vænn sjóbirtingur með miklum látum á Rauðskegginn. Við höfum einnig frétt af mjög góðri sjóbirtingsveiði í Húseyjarkvísl þar sem Kröfluflugur hafa komið mikið við sögu.

Minnum veiðimenn á að Kröfluflugurnar fást bara í Kröflubúðinni Höfðabakka 3.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík