Fluguboxin okkar seljast eins og heitar lummur - Opið frá kl. 12 til 18 laugardaginn 22. desember
This entry was posted on 21. December 2012
.
Í Veiðibúðinni Kröflu að Höfðabakka 3 er mikið úrval af veiðijólagjöfum fyrir veiðimenn sem gera miklar kröfur.
Fluguboxin okkar vinsælu renna út eins og heitar lummur og höfum við varla undan að raða flugum í hinar ýmsu tegundir af fluguboxum fyrir viðskiptavini okkar. Einnig minnum við á glæsilega fluguveiðipakka sem verið hafa mjög vinsælir enda frábær pakki þar á ferð og verðið sérlega hagstætt. Sjá nánar hér á Krafla.is undir flipanum ,,flugustengur"
Tréboxin okkar eru íslensk og með íslenskum flugum og þannig box fást aðeins hjá okkur í Veiðibúðinni Kröflu og á Krafla.is Verðið á fluguboxunum er frá 1500 krónum og getur hver og einn viðskiptavinur ráðið því hve margar flugur eru í boxunum.
Við gröfum nöfn veiðimanna á boxin og enn er nægur tími til að fá box með áletrun afgreidd fyrir jólin.
Opnunartími hjá okkur er þannig til jóla: Laugardaginn 22. desember frá kl. 12 til 18. Á Þorláksmessu, sunnudaginn 23. desember frá kl. 12 til að minnsta kosti 20 og á aðfangadag frá kl. 11 til 13.