Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

13 í röð á rauða Kröflu í Norðurá og flugan enn í lagi - 6 af 7 tóku rauða Kröflu á Iðunni

Jón Hilmarsson með 13 punda lúsugan lax sem hann fékk á Iðunni um síðustu mánaðamót á Ólsen Ólsen.

Jón Hilmarsson með 13 punda lúsugan lax sem hann fékk á Iðunni um síðustu mánaðamót á Ólsen Ólsen.

Rauða Krafrlan hefur heldur betur verið að gera það gott undanfarið og er nauðsynleg í hvert flugubox.

Rauða Kraflan hefur heldur betur verið að gera það gott undanfarið og er nauðsynleg í hvert flugubox.

Kröfluflugurnar eru að gera það gott um allt land og við heyrum stöðugar fréttir af góðum árangri veiðimanna sem þær nota. Oft á degi hverjum fáum við fréttir af Kolskeggi og hans afrekum og nú upp á síðkastið höfum við til dæmis verið að fá fréttir af rauðri Kröflu og þær ansi magnaðar.

Tökum tvö dæmi. Veiðimenn sem voru á Iðu nýverið lönduðu 7 löxum og sex þeirra tóku á rauða Kröflu. Flugan var afar sterk í þessu holli en rauði liturinn virtist alls ráðandi þennan dag. Sjöundi fiskurinn var 13 punda nýgenginn lúsugur hængur og veiðimaðurinn Jón Hilmarsson.

Leiðsögumaður við Norðurá hafði samband við okkur í gærkvöldi og þá var viðskiptavinur hans búinn að fá 13 laxa á stuttum tíma á rauða Kröflu. Veiðimaðurinn fékk 4 laxa undir lok vaktarinnar í fyrrakvöld og í gærmorgun fékk þessi sami veiðimaður 9 laxa á rauða Kröflu. ,,Það var með hreinum ólíkindum hvað laxinn var brjálaður í rauðu Kröfluna. Við vorum upp á dal og þar var mikið af laxi. Tvívegis gerði ég það að gamni mínu að skipta um flugu og þá datt takan niður. Síðan þegar ég setti rauðu Kröfluna aftur á þá fór öflug taka í gang á nýjan leik. Annað sem var merkilegt var að flugan er sem ný eftir öll þessi köst og 13 laxa. Hún gæti nánast farið beint aftur í fluguborðið í Veiðibúðinni Kröflu," sagði leiðsögumaðurinn.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík