Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Hljóp á milli manna og ,,reddaði" 5 löxum í lokin

Fallegur smálax á bakkanum við Hítará. Laxinn tók svarta Kröflu.

Fallegur smálax á bakkanum við Hítará. Laxinn tók svarta Kröflu.

,,Þetta var skemmtilegt þarna í lokin. Það var búið að vera frekar rólegt og langmest af fiski á neðsta svæðinu við veiðihúsið. Síðasta morguninn var ákveðið að skipta neðsta svæðinu jafnt milli manna og síðasta klukkutímann eða svo voru tvær stangir á neðsta svæðinu. Sá klukkutími var mjög skemmtilegur hjá þessum veiðimönnum," sagði heimildamaður okkar sem var við veiðar í Hítará fyrir nokkru.

Erlendu veiðimennirnir sem hér um ræðir voru með sínar eigin flugur. Aðkomumaður lumaði hins vegar á Kolskegg í sínum fórum og að sjálfsögðu frá Veiðibúðinni Kröflu. Eftir að hafa hnýtt Kolskegginn á taumendann hjá öðrum þeirra greip hana lax í fyrsta kasti með miklum látum eins og venjulega. Þá þegar tók aðstoðarmaðurinn til fótanna til félaga síns í næsta hyl fyrir neðan og sama sagan endurtók sig þar. Kolskeggurinn hnýttur á taumendann og fallegum lúsugum laxi landað skömmu síðar. Þegar upp var staðið voru félagarnir búnir að fá 5 laxa á Kolskegginn og það voru ánægðir veiðimenn sem kvöddu Hítará þennan daginn og ekki í fyrsta skipti sem Kolskeggur bjargar veiðitúrum hjá veiðimönnum. Um það gætum við nú orðið skrifað margar greinar en látum þessa nægja í bili.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík