Ævintýraleg barátta í niða myrkri í klukkutíma
This entry was posted on 22. August 2013
.
Birgir Már Ragnarsson með laxinn stóra sem tók Kolskegg. Laxinn var 106 cm langur og á milli 24 og 25 pund.
,,Þetta var svakaleg barátta. Aðstæður allar mjög erfiðar og flugan lítil og græjurnar nettar. Engu að síður tókst þetta og laxinn er glæsilegur," sagði Hilmir Víglundsson leiðsögumaður við Hofsá í Vopnafirði í samtali við Krafla.is
Birgir Már Ragnarsson veiddi á dögunum sannkallaðan stórlax í Hofsá í Vopnafirði. Laxinn var 106 cm langur og 24-25 pund að þyngd. Fiskinn veiddi Birgir á Kröflufluguna Kolskegg og er þetta stærsti fiskur sem veiðst hefur í Hofsá í mörg ár og einn stærsti laxinn sem veiðst hefur á þessu sumri hér á landi. Kolskeggurinn sem laxinn tók var í formi lítillar gárutúpu og krókurinn númer 14 af WMC gerð.
,,Laxinn tók klukkan hálf tíu og við vorum í klukkutíma að landa honum. Seinni helmingur viðureignarinnar fór fram í niðamyrkri og allar aðstæður voru mjög erfiðar," sagði Hilmir ennfremur en laxinn tók í Hagabrekkuhyl á fyrsta svæði Hofsár.
Við minnum veiðimenn á að Kolskegg og aðrar Kröfluflugur er einungis hægt að fá í Veiðibúðinni Kröflu að Höfðabakka 3. Ef veiðimenn rekast á Kolskegg eða aðrar Kröfluflugur í öðrum veiðibúðum eru það afar lélegar eftirlíkingar að okkar mati sem við tökum enga ábyrgð á. Samkvæmt vörumerkjalögum er öðrum verslunum óheimilt að selja Kröfluflugur.