Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Ótrúlegt tilboð í Kröflu í dag laugardag - 25% afsláttur af öllum flugum og meira til

Ólafur Hafsteinsson með rosalegan sjóbirting sem tók Kröflufluguna Skrögg, þunga keilutúpu.

Ólafur Hafsteinsson með rosalegan sjóbirting sem tók Kröflufluguna Skrögg, þunga keilutúpu.

Í tilefni af því að besti tíminn í sjóbirtingsveiðinni er handan við hornið og líður að lokum vertíðarinnar í laxveiðinni þá bjóðum við hjá Veiðibúðinni Kröflu viðskiptavinum okkar í dag, laugardaginn 21. september, upp á einstakt tækifæri til að eignast hinar vinsælu Kröfluflugur sem eru á góðri leið með að verða vinsælustu flugurnar hérlendis.

Í dag, laugardaginn 21. september, milli klukkan 12 og 16 verður einstakt tilboð í gangi hjá okkur en þá bjóðum við allar flugur okkar á 25% afslætti. Þeir sem versla fyrir meira en 10 þúsund krónur fá aukaafslátt og svo erum við alltaf með ókeypis laumu með sem hefur gert mikla lukku í sumar. Að auki bjóðum við frábæran afslátt af öllum öðrum vörum okkar í dag og um að gera að kíkja til okkar í Höfðabakka 3.

Erlendur veiðimaður með 80cm sjóbirting sem tók rauða Kröflutúpu í Húseyjarkvísl á dögunum.

Erlendur veiðimaður með 80cm sjóbirting sem tók rauða Kröflutúpu í Húseyjarkvísl á dögunum.

Veiðimenn úti á landi, sem eðlilega komast ekki til okkar í dag laugardag, geta hringt til okkar og pantað flugur eða aðrar vörur með símtali og við sendum það sem kleypt er á okkar kostnað. Síminn er 587-9500 eða 698-2844.

Kröfluflugurnar hafa fyrir margt löngu sannað sig í laxveiðinni. Þær eru ekki síður öflugar í sjóbirtingsveiðinni. Kolskeggur, Iða og Skröggur ásamt Kröflunum í ýmsum litum hafa gefið mönnum mjög góða veiði í sjóbirtingi. Því til staðfestingar birtum við nokkrar frábærar myndir með þessari grein.

Flottur birtingur sem tók Iðu, þunga keilutúpu, í Húseyjarkvísl á dögunum.

Flottur birtingur sem tók Iðu, þunga keilutúpu, í Húseyjarkvísl á dögunum.

Erlendur veiðimaður með 77 cm sjóbirting sem tók Kröflu orange keilutúpu í Húseyjarkvísl nýverið.

Erlendur veiðimaður með 77 cm sjóbirting sem tók Kröflu orange keilutúpu í Húseyjarkvísl nýverið.

Við minnum veiðimenn á að við tökum enga ábyrgð á lélegum og að okkar mati ónýtum eftirlíkingum af okkar flugum sem eru ólöglega til sölu að okkar mati í öðrum veiðibúðum.

Sævar Örn Hafsteinsson með glæsilegan sjóbirting sem tók Kröflufluguna Kolskegg, létta keilutúpu í Húseyjarkvísl í gær.

Sævar Örn Hafsteinsson með glæsilegan sjóbirting sem tók Kröflufluguna Kolskegg, létta keilutúpu í Húseyjarkvísl í gær.

Kröfluflugan Kolskeggur er ekki síður öflug í sjóbirtingsveiði en laxveiði. Þessi tók Kolskegg létta keilutúpu.

Kröfluflugan Kolskeggur er ekki síður öflug í sjóbirtingsveiði en laxveiði. Þessi tók Kolskegg létta keilutúpu.

Silungaflugurnar okkar hjá Kröflu eru öflugar í sjóbirtingsveiðinni. Þessi glæsilegi birtingur tók Krókinn.

Silungaflugurnar okkar hjá Kröflu eru öflugar í sjóbirtingsveiðinni. Þessi glæsilegi birtingur tók Krókinn.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík