Mikil veiði á Kolskegg og Iðu
This entry was posted on 6. April 2014
.Félagar í Mokveiðifélaginu voru mættir í Skagafjörðinn fyrstu dagana í apríl og opnuðu Húseyjarkvísl að venju. Hvað ána varðar voru skilyrði mjög góð en veður var frekar slæmt og hafði mikil áhrif á veiðina.
Alls fengu þeir félagar 42 sjóbirtinga og auk þess marga hoplaxa og var greinilega mikið af fiski í ánni. Mesta veiðin var á ýmsar útgáfur af Kolskegg og Iðu og einnig komu margir fiskar á hinar ýmsu Kröfluflugur.
Víða hefur verið mjög góð veiði núna í vor og veiðimenn að ná úr sér hrollinum eftir langan og erfiðan vetur.
Við minnum veiðimenn á að við í Kröflu erum með allt fyrir veiðitúrinn og erum með mörg mjög góð tilboð í verslun okkar þessa dagana. Og Kröfluflugurnar fást aðeins í Kröflu að Höfðabakka 3.