Monthly Archives: December 2014
-
Frábærar og ódýrar jólagjafir í Kröflu
Nýi vöðlujakkinn frá Aquaz hefur vakið mikla athygli enda er hér um að ræða 100% vatnsheldan jakka á hreint ótrúlegu verði miðað við aðra sambærilega jakka á markaðnum í dag.
Kröfluflugurnar hafa runnið út eins og heitar lummur fyrir þessi jól. Á Þorláksmessu erum við í Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3 með opið frá kl. 10 til að minnsta kosti kl. 18 og alltaf með heitt á könnunni. Flugurnar okkar í boxi eru á allt að 40% afslætti til jóla. Erum með frábærar jólagjafir fyrir veiðimenn. Þar má nefna einn besta vöðlujakkann á markaðnum í dag. Jakkinn er algjörlega vatnsheldur en helmingi ódýrari en gengur og gerist með jakka í sama gæðaflokki. Sjón er sögu ríkari. Uppl. í síma 587-9500 eða 698-2844.
-
Kröfluflugurnar í boxi á 40% afslætti til jóla
Hægt er að gera sannkölluð kjarakaup í Kröflu til jóla. Kröfluflugurnar verða á 40% afslætti og allar vörur í versluninni á sérstöku tilboðsverði.
Það ber vel í veiði fyrir fluguveiðimenn fyrir þessi jólin því í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3, eru nú til sölu Kröfluflugur í boxum á 40% afslætti. Hafa Kröfluflugurnar aldrei verið á betra verði en þessi tilboð gilda til jóla.
Um er að ræða nokkrar útgáfur af plastboxum og er innihaldið mismunandi og verð boxanna frá rúmum 4 þúsund krónum. Hér er því hægt að gera frábær kaup til jóla.
Að auki erum við hjá Kröflu með allar vörur í versluninni á sérstöku jólatilboði og því hægt að gera mjög góð kaup hjá okkur fyrir jólin. Við skorum á veiðimenn að líta við og sjá hvað við höfum upp á að bjóða með eigin augum.
Kröfluflugurnar fást aðeins í Kröflu í Höfðabakkanum en þar er síminn 698-2844.
2 Hlutir