Kröflugos 2015 - Gosið færist í aukana í dag - þökkum frábærar viðtökur
This entry was posted on 29. March 2015
.Veiðimenn fylltu veiðibúðina Kröflu um helgina og skemmtu sér konunglega á Kröflugosinu . Við höfum aldrei kynnst öðrum eins áhuga á okkar vörum og verslun og viljum þakka nýjum áhugamönnum um Kröflu í hundraðavís fyrir komuna. Verslun okkar, sem við stækkuðum á dögunum, var smekkfull tímunum saman og viðstaddir nutu góðra veitinga og glæsilegra tilboða.
Kröflugosið stendur enn yfir og í dag sunnudag er opið hjá okkur frá 13 til 17. Kröfluflugurnar eru á sérstöku tilboðsverði á gosinu og afslátturinn allt að 50%. Allar vörur eru á kynningarverðum og hægt að gera mjög góð kaup.
Það hefur vakið sérstaka ánægju veiðimanna á gosinu að í glæsilegum tilboðsboxum okkar sem eru á 50% afslætti eru einungis úrvalsflugur og í einu boxinu til að mynda þrjár útgáfur af Kolskeggi. Þá eru í boxunum margar útgáfur af Kröflunum og þær þar í hinum ýmsu litum og útgáfum. Fjölmargir veiðimenn sem koma í heimsókn til okkar segja okkur að fluguborðið í Kröflu sé það fallegasta sem þeir hafa séð og við erum ánægð með þá dóma enda eru veiðimenn bestu dómararnir og meira mark takandi á þeim en eigendum veiðiverslana.
Við minnum veiðimenn á að Kröfluflugurnar er einungis hægt að kaupa í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.
Stengurnar frá Echo hafa vakið mikla athygli enda í fremstu röð í heiminum í dag. Og líklega fremstar þegar tekið er tillit til verðlagningar. Í Echo stöngunum fá menn mjög mikið fyrir peninginn og línan hjá Echo er afar fjölbreytt. Allar Echo stengurnar eru með lífstíðarábyrgð.
Í fluguhjólum bjóðum við upp á hjól frá Echo og einnig erum við með hin heimsfrægu hjól frá Nautilus sem hafa vakið mikla athygli á Kröflugosinu.
Við bjóðum allt áhugafólk um veiði velkomið til okkar í dag í Kröflu og verðum með heitt á könnunni og kleinur að auki.