Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Stærsti laxinn í sumar tók Kolskegg

 

Rafn Alfreðsson með stærsta laxinn sem veiðst hefur í sumar. 23 punda glæsileg hrygna sem tók Kolskegg. Rafn Alfreðsson með stærsta laxinn sem veiðst hefur í sumar. 23 punda glæsileg hrygna sem tók Kolskegg.

 

Stærsti laxinn til þessa á nýhafinni vertíð veiddist fyrir tveimur dögum í Miðfjarðará. Það var breskur veiðimaður sem veiddi laxinn í veiðistaðnum Grjóthyl og var laxinn 102 cm langur og 23 pund. Gullfalleg hrygna og nýlega gengin.

Fiskurinn tók Kröflufluguna Kolskegg og var um létta túpuútgáfu að ræða af þessari mögnuðu flugu sem oft hefur gefið veiðimönnum mikla veiði. ,,Þetta var gullfalleg hrygna og viðureignin var skemmtileg. Það er alveg greinilegt að laxinn er að ,,fíla" Kolskegg eða hata hann, eftir því hvernig maður lítur á málið," sagði Rafn Alfreðsson leigutaki Miðfjarðarár í samtali við Krafla.is í kvöld.

Kolskeggur er þegar farinn að láta til sín taka í laxveiðiánum sem hafa verið opnaðar en Kolskeggur eins og hann á að vera fæst aðeins í Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3. Við ráðleggjum öllum veiðimönnum að taka Kolskegginn með í veiðitúrinn því þessi íslenska fluga er ein vinsælasta flugan meðal laxfiska og veiðimanna í dag.

Miðfjarðará var í gærkvöldi komin í 20 laxa og sagðist Rafn vera mjög ánægður með gang mála í upphafi vertíðarinnar.

© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík