Kröfluflugurnar eru að skila góðri veiði - 10 laxar á Kolskegg í Langá
This entry was posted on 4. July 2015
.Laxveiðivertíðin fer víða ágætlega af stað og nú berast fréttir af ágætri veiði í Norðurá, Langá og fleiri ám. Menn bíða afar spenntir eftir smálaxinum sem á að láta sjá sig þessa dagana í kjölfar stórstraumsins núna um helgina.
Víða berast fréttir af mjög góðri veiði á Kröfluflugurnar og eru þær að slá í gegn í sumar sem aldrei fyr. Kolskeggur fer þar fremstur í flokki ásamt Iðu og Kröflunum í ýmsum litum.
Í Laxá í Dölum voru franskir veiðimenn með þriggja daga holl nýverið. Fengu þeir þrjá laxa og alla á Kolskegg. Grétar Þorgeirsson, staðarhaldari við Laxá í Dölum, sagði í samtali við Krafla.is í gær að hann hefði séð ágætar torfur af laxi ganga í Laxá á flóðinu í gærkvöld.
Í fyrradag komu 7 laxar á land í Ytri Rangá og 5 af þeim voru á Iðu.
Holl sem var í Húseyjarkvísl í Skagafirði nýverið fékk 3 laxa og alla á Kröfluflugur. Fiskarnir fengust á Iðu, Kröflu orange og Kolskegg.
Í dag fréttum við af mikilli veiði á Kolskegg í Langá. Veiuðimaður sem við töluðum við í hvíldartímanum í dag var kominn með 6 laxa og alla á Kolskegg. Tveir aðrir veiðimenn í Langá sem við fréttum af voru með 4 laxa og alla á Koskegg.
Við munum halda áfram að segja frekari fréttir af laxveiðinni hér á Krafla.is og birtum fljótlega nýjar tölur frá Langá á Mýrum. Og að venju minnum við á að Kolskeggur, Iða og allar hinar Kröfluflugurnar fást aðeins í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.
Að framansögðu má ljóst vera að það ætti að borga sig að kíkja til okkar í Kröflu áður en haldið er til veiða. Við verðum með opið á morgun sunnudag frá kl. 13 og fram eftir degi.
Þess má geta að flugusala hefur verið mjög mikil hjá okkur í Kröflu það sem af er vori og sumri og er ekki of mikið til af sumum tegundum. Ný flugusending er væntanleg fljótlega.