Frábær veiðiveisla í Veiðiflugum í dag
This entry was posted on 5. June 2016
.Kröfluflugur ehf. tóku nýverið yfir rekstur Veiðibúðarinnar Veiðiflugur að Langholtsvegi 111. Að Kröfluflugum ehf. standa Stefán Kristjánsson og Sólveig Ögmundsdóttir, eigendur Veiðibúðarinnar Kröflu Höfðabakka 3 og Friðjón Mar Sveinbjörnsson. Veiðibúðin Krafla hefur verið sameinuð Veiðiflugum að Langholtsvegi 111.
Um þessa helgi er árleg Veiðimessa í gangi hjá Veiðiflugum og margt girnilegt í boði. 20% afsláttur er af öllum flugum í versluninni en hjá Veiðiflugum er í boði stærsta fluguborð landsins og úrvalið hvergi meira. Margvísleg önnur tilboð verða í gangi í dag. Þar má nefna einstakt tilboð á vöðlupakka þar sem boðið er upp á vöðlur og skó frá Sierra á aðeins 34.900,- krónur!! Þá má nefna mjög góð tilboð á línum og fatnaði.
Áhugasamir fluguveiðimenn geta prófað nýjustu flugustengurnar á markaðnum frá Loop en þar er um að ræða flugustengur sem eru ekki enn komnar í sölu á Íslandi. Echo flugustengurnar hafa vakið gríðarlega athygli fyrir mikil gæði og afar lágt verð.
Grillið verður í gangi og boðið upp á hægeldaða nautasteik og pylsur og gos og kaldur verður á kantinum. Við skorum á veiðimenn að kíkja við hjá okkur á Langholtsveginum og kynna sér frábær tilboð og góðar veitingar.