Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Fréttir - Krafla.is

  • Keilutúpurnar frá Kröflu að gera frábæra hluti í upphafi sumars - 12 punda lax á Kolskegg í Rangá á nýju stöngina

    Sveinn Eyfjörð með 12 punda lax sem hann fékk á Kolskegg á Rangárflúðum í morgun.

    Sveinn Eyfjörð með 12 punda lax sem hann fékk á Kolskegg á Rangárflúðum í morgun.

    Keilutúpurnar okkar eru að gera frábæra hluti í mörgum ám nú í upphafi laxveiðitímabilsins og frammistaða þeirra lofar vægast sagt góðu fyrir sumarið.

    Við höfum þegar sagt frá þremur löxum sem tóku Kolskegg í opnun Flóku um liðna helgi en fleiri fiskar sáust ekki í Flóku í opnuninni. Fjórir laxar tóku keilutúpur frá Kröflu í opnun Hítarár á Mýrum og fleiri fiskar tóku ekki hjá veiðimönnum í opnuninni. Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósameistari náði gullfallegum 12 punda laxi á Skrögg og Guðbjörg Alfreðsdóttir setti í þrjá laxa á Iðu. Náði hún einum á land en tveir sluppu enda tökur grannar í köldu veðri.

    Við höfum heyrt af ágætri veiði á Kröfluflugur í Norðurá og í morgun hafði Sveinn Eyfjörð samband við okkur og sagði hann farir sínar ekki sléttar þar sem hann var staddur við Rangárflúðir í Ytri Rangá. ,,Ég var að landa 12 punda laxi og hann tók Kolskegg keilutúpu. Ég byrjaði með spóninn en hann vildi hann ekki. Þá tók ég nýju flugustöngina og skömmu síðar negldi laxinn Kolskegginn með miklum látum," sagði Sveinn og bætti við: ,,Það má alveg koma fram að ég var að prófa nýja tvíhendu frá Echo sem ég keypti í Veiðibúðinni Kröflu. Stöngin er 12,6 fet fyrir línu 6 og þetta var stórkostleg skemmtun. Stöngin virkaði frábærlega vel og stóðst allar mínar væntingar, bæði hvað köstin og löndunina varðar," sagði Sveinn Eyfjörð.

    Björn Bergsteinn Guðmundsson með 12 punda fisk sem hann fékk á Skrögg í opnun Hítarár.

    Björn Bergsteinn Guðmundsson með 12 punda fisk sem hann fékk á Skrögg í opnun Hítarár.

    Við erum með mjög gott úrval af Echo stöngunum í verslun okkar að Höfðabakka 3 og þær hafa vakið gríðarlega athygli. Hér er um að ræða hágæða stangir, 6,6 til 15 fet, sem hannaðar eru af Tim Rajeff en verðið kemur mönnum verulega á óvart. Þess má geta að veiðimenn geta fengið að prófa Echo stangirnar utan við verslun okkar í Höfðabakkanum. Veiðibúðin Krafla verður opin á morgun, laugardag, frá kl. 11 til 16.

  • Norðurá er að skríða í 200 laxa

    Fallegur nýgenginn lax sem tók rauða Kröflu á Brotinu í Norðurá.

    Fallegur nýgenginn lax sem tók rauða Kröflu á Brotinu í Norðurá.

    Síðasta holl í Norðurá fékk 25-30 laxa og áin er að skríða í 200 laxa. Veiðimenn sem luku veiðum á hádegi í dag, föstudag, sögðu ekki mikinn fisk í ánni en alls voru 30 laxar gengnir upp fyrir teljarann í Glanna í morgun.

    Enn er því beðið eftir smálaxagöngum í Norðurá en þess verður örugglega ekki langt að bíða að áin fyllist af fiski. Við höfum heyrt af líflegri veiði í Straumunum, ármótum Norðurár og Hvítár, og eins af einhverri för laxa á svæðinu við Munaðarnes.

    ,,Við vorum með fjórar stangir á svæðinu við Laxfoss í morgun en það komu aðeins tveir laxar á land allan morguninn," sagði einn veiðimanna sem var að koma úr Norðurá. Hann fékk fjóra laxa og þar af tvo á Iðu og rauða Kröflu.

    Árni Friðleifsson, varaformaður SVFR, topgast á við sprækan 7 punda lax á Brotinu í Norðurá. Fiskurinn tók rauða Kröflu.

    Árni Friðleifsson, varaformaður SVFR, topgast á við sprækan 7 punda lax á Brotinu í Norðurá. Fiskurinn tók rauða Kröflu.

  • Rosaleg veiði á Beygluna í Veiðivötnum

    Ágúst Bjarnason með rosalega urriða sem allir tóku Beygluna og Krókinn í Veiðivötnum á dögunum.

    Ágúst Bjarnason með rosalega urriða sem allir tóku Beygluna og Krókinn í Veiðivötnum á dögunum.

    ,,Það var alveg rosalegt að lenda í þessu. Flugan mátti bara ekki snerta vatnið. Þá var hún tekin með miklum látum. Við fengum alls 63 stóra urriða og 36 þeirra tóku Kröflufluguna Beyglu," sagði Ágúst Bjarnason í samtali við Krafla.is en hann var að koma úr Veiðivötnum ásamt félögum sínum. ,,Við fengum líka fiska á Krókinn, bæði þennan hefðbundna Krók og ólívulitinn. Þetta var allt rosalega flottur fiskur og alveg upp í 9 pund," sagði Ágúst ennfremur. Þetta eru ekki fyrstu fréttirnar sem við höfum af silungaflugunni Beyglu. Flugan er afar sterk og ,,svínvirkar" í urriða- og bleikjuveiði eins og reyndar allar okkar silungaflugur. Beyglan, eins og aðrar silungaflugur Gylfa heitins Kristjánssonar, fæst aðeins í netverslun okkar á Krafla.is og í Veiðibúðinni Krafla Höfðabakka 3.

    Aðgerðarborðið var þéttskipað enda urriðarnir vel vænir sem tóku Beygluna með miklum látum.

    Aðgerðarborðið var þéttskipað enda urriðarnir vel vænir sem tóku Beygluna með miklum látum.

    Sigurður Þ. Sigurðsson með glæsilega urriða sem tóku Beygluna.

    Sigurður Þ. Sigurðsson með glæsilega urriða sem tóku Beygluna.

  • Fengu 163 fiska á Arnarvatnsheiðinni

    Spikfeitur urriði sem tók Randalín á Arnarvatnsheiðinni á þjóðhátíðardaginn.

    Spikfeitur urriði sem tók Randalín á Arnarvatnsheiðinni á þjóðhátíðardaginn.

    Fyrstu veiðimenn sumarsins sem lögðu leið sína inn á Arnarvatnsheiði fengu frekar óblíðar móttökur. Fyrir lá eftir samtöl við Snorra á Augastöðum að ekki hefur verið meiri snjór á heiðinni síðan árið 1979. Norðan rembingur og skítakuldi löguðu ekki útlitið en þrátt fyrir það snéri harðsnúið lið veiðimanna úr Reykjavík sér að veiðiskapnum skömmu eftir komuna á heiðina.

    Fyrri daginn, 16. júní, var mjög kalt og þá fengust aðeins um 20 fiskar sem er ekki mikil dagsveiði þegar Arnatvatnsheiðin er annars vegar. Um nóttina og þegar leið að morgni þjóðhátíðardagsins hlýnaði um nokkrar gráður og ekki stóð á breytingum. Fyrr en varði fór fiskur að taka um allt, vænn og flottur urriði og virtist vera mjög mikið af fiski hvar sem reynt var. Þegar upp var staðið reyndist dagsaflinn vera um 140 fiskar og heildaraflinn alls 163 fiskar. Mikill hluti fiskanna tók laxafluguna Randalín í túpuformi og var urriðinn hreinlega brjálaður í fluguna. Skipti þá engu hvort henni var kastað frá landi eða þegar veiðimenn veiddu úr bátum. Krókurinn og Beygla gáfu einnig ágæta veiði að venju. Þetta eru Kröfluflugur og fást einungis í netverslun okkar og Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3.

    Kristján Jóhannesson með stærsta fiskinn sem veiddist í túrnum. Fiskurinn var á fimmta pund og tók Kröflufluguna Randalín 1" túpu..

    Kristján Jóhannesson með stærsta fiskinn sem veiddist í túrnum. Fiskurinn var á fimmta pund og tók Kröflufluguna Randalín 1" túpu..

    Hluti aflans en alls fékk hópurinn 163 fiska á Arnarvatnsheiðinni 16. og 17. júní sl.

    Hluti aflans en alls fékk hópurinn 163 fiska á Arnarvatnsheiðinni 16. og 17. júní sl.

    Fallegir spikfeitir urriðar.

    Fallegir spikfeitir urriðar sem tóku Kröfluflugurnar Elsu, gula Kröflu og Ólsen Ólsen og svo Hólmfríði.

Hlutur 101 til 104 af 203

Síða:
  1. 1
  2. ...
  3. 24
  4. 25
  5. 26
  6. 27
  7. 28
  8. ...
  9. 51
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík