Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Fréttir - Krafla.is

  • Tveir laxar hafa tekið Kolskegg í dag í Norðurá - Ragnheiður náði öðrum en missti hinn

    Ásmundur togast á við laxinn ´Stokkhylsbrotinu í morgun en Ragnheiður, sem setti í fyrsta lax sumarsins fylgist með.

    Ásmundur togast á við laxinn á Stokkhylsbrotinu í morgun en Ragnheiður, sem setti í fyrsta lax sumarsins á Kolskegg  fylgist með. Ljósmyndir Grétar Þorgeirsson.

    Flugan okkar Kolskeggur var ekki lengi að minna á sig í morgun þegar veiði hófst í Norðurá í Borgarfirði. Kolskeggur var ein aflahæsta flugan hérlendis í fyrra og oft veiddist vel á hana í Norðurá. Það var Ragnheiður Thorsteinsson, stjórnarmður í SVFR, sem setti í fyrsta lax sumarsins á Stokkhylsbroti á Kolskegg long wing túpu. Viðureignin var hins vegar stutt og hafði laxinn betur eftir snarpa viðureign.

    Ásmundur Helgason náði að landa fyrsta laxi sumarsins á Stokkhylsbrotinu skömmu síðar og tók fiskurinn heimatilbúna flugu Ásmundar.

    Ragnheiður setti síðan í gullfallega 12 punda hrygnu skömmu fyrir hádegið í dag á Kolskegg og náði henni.

    Alls komu 3 fiskar á land í Norðurá fyrir hádegi í dag og 6 laxar á sama tíma í Blöndu sem einnig opnaði í morgun.

    Við segjum frekari fréttir af Norðurá í kvöld eftir að veiðitíma lýkur.

    Ásmundur Helgason með fyrsta lax sumarsins úr Norðurá.

    Ásmundur Helgason með fyrsta lax sumarsins úr Norðurá.

  • ECHO stengurnar komnar og fá frábærar viðtökur - gæðastengur hannaðar af Tim Rajeff á frábærum verðum

    Stengurnar frá ECHO eru þekktar fyrir mikil gæði og fást á mjög góðum verðum.

    Stengurnar frá ECHO eru þekktar fyrir mikil gæði og fást á mjög góðum verðum.

    Við í Veiðibúðinni Krafla höfum tryggt okkur umboðið fyrir bandarísku hágæða stengurnar ECHO. Eigandi ECHO og hönnuður er hinn heimsfrægi Tim Rajeff sem lengi starfaði hjá G.Loomish áður en hann eignaðist og tók við stjórninni hjá ECHO.

    Fyrsta sending af ECHO stöngunum er komin í verslun okkar að Höfðabakka 3. Hafa stengurnar vakið mjög mikla athygli þeirra sem séð hafa og reynt. Verðið hefur einnig komið skemmtilega á óvart en veiðimenn og konur þurfa ekki að vera hátekjufólk til að geta eignast hágæða flugustöng frá ECHO. Stengurnar fást í lengdunum 6,6 - 15 fet og fyrir hinar ýmsu þyngdir á flugulínum. Þegar er farið að sjá á fyrstu sendingunni og er önnur sending væntanleg.

    ECHO Trip kemur í 8 pörtum og fallegri tösku. Frábær stöng fyrir línu 5 og 8.

    ECHO Trip kemur í 8 pörtum og fallegri tösku þar sem pláss er fyrir stöng, hjól, spólu og flugubox og taumaefni. Frábær stöng fyrir línu 5 og 8.

    echo1_logo

    Tim Rajeff er mjög stórt nafn þegar hönnun flugustanga er annars vegar og hefur hann einnig hannað flugulínur, bæði fyrir ECHO og Airflo. Fyrsta sending okkar af ECHO flugulínum er væntanleg eftir nokkra daga og verða þær í boði á hreint frábærum verðum. ECHO hefur einnig hafið framleiðslu á fluguhjólum og fyrsta sending af hjólum er komin í verslun okkar. Það eru hjól fyrir einhendur og eru á verðum sem eru einstök miðað við gæði. Einnig eru í boði hjól á tvíhendur, mjög góð hjól á ótrúlegum verðum.

    Við viljum hvetja fluguveiðimenn til að koma og skoða ECHO stengurnar hjá okkur í Höfðabakka 3. Bíltúr til okkar borgar sig.

  • Nýjar flugur eru mættar í 8 metra langt fluguborð - varist lélegar eftirlíkingar

    Veiðibúðin Krafla Höfðabakka 3 er óðum að taka á sig endanlega mynd.

    Veiðibúðin Krafla Höfðabakka 3 er óðum að taka á sig endanlega mynd.

    Flestar flugur okkar eru komnar í hús fyrir komandi veiðivertíð en síðasta sendingin er í þann veginn að fara af stað til okkar. Við munum bæta töluvert við úrvalið hjá okkur í sumar og nú þegar eru komnar glæsilegar nýjar flugur í fluguborðið okkar í Kröfluversluninni Höfðabakka 3.

    Þar ber fyrst að nefna Kolskegg long wing túpu með keilu í tveimur stærðum en sem slíkur hefur Kolskeggur aldrei verið til áður. Í Flottúpunum með langa vængnum er Skröggur einnig mættur með keilu og Iðan verður til með keilu líka. Við frumsýnum eina nýja flottúpu í sumar en í fluguborð okkar er komin flugan Úa sem Kristján Gíslason hannaði fyrir mörgum áratugum og reyndist frábærlega hér áður fyr í laxveiðinni.

    Í þyngdum kopartúpum með keilu kynnum við til leiks margar flugur sem ekki hafa fengist í þeirri útgáfu áður. Þar nefnum við fyrst Kolskegg, Skrögg, Iðu og Elsu auk Elliða sem er þegar kominn í fluguborðið í þremur litum. Allar þessar flugur eru eða verða til í þremur stærðum, 1", 1/2" og 1/4".Þessar flugur hafa aldrei áður verið til í þessum útgáfum eða stærðum og þær eru þegar byrjaðar að freista fiska og við höfðum af þeim vægast sagt góðar fréttir í vorveiðinni.  Allar þessar flugur voru í tilraunaveiði í fyrra og var árangurinn vægast sagt frábær. Við hjá veiðibúðinni Kröflu erum mjög ánægð  með að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessar frábæru flugur í sumar.

    Fleiri nýjar flugur má nefna. Við erum núna búin að setja í sölu silungafluguna Loðmund eftir Gylfa heitinn Kristjánsson. Fluguna hnýtti Gylfi fyrir all mörgum árum en hún var fyrst kynnt fyrir bleikjum í Loðmundarfirði með eftirminnilegum árangri. Loðmundur var í tilraunaveiði hjá okkur í fyrra og er afar skæð silungafluga. Einnig eru komnar nýjar þríkrækju flugur í fluguborðið okkar. Þar má nefna áðurnefnda Úu sem á örugglega eftir að reynast veiðimönnum vel í sumar.

    Hér sést staðsetning Veiðibúðarinnar Kröflu.

    Hér sést staðsetning Veiðibúðarinnar Kröflu Höfðabakka 3.

    Fluguborðið okkar er nú orðið 8 metra langt og er 75% stærra en það var í fyrra. Þeir sem séð hafa fullyrða að þetta sé glæsilegasta fluguborð landsins. Við skorum á áhugasama fluguveiðimenn að kíkja til okkar og skoða það sem í boði er. Einnig viljum við ítreka við fluguveiðimenn að varast lélegar eftirlíkingar af okkar flugum sem eru í sölu í flestum veiðiverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Kröfluflugur eins og þær eiga að vera eru aðeins til hjá okkur í Veiðibúðinni Krafla, Höfðabakka 3. Við höfum undir höndum hroðaleg eintök af flugum okkar sem keypt hafa verið í öðrum veiðiverslunum og eru þessar flugur þeim sem þær selja til ævarandi skammar. Svo ekki sé minnst á vanvirðinguna sem höfundum flugnanna er sýnd. Nánar um það fljótlega hér á Krafla.is

    Við munum innan skamms birta myndir af nýju flugunum okkar sem eru í lokavinnslu og um leið setja flugurnar í sölu í netverslun okkar á Krafla.is Einnig fréttir af mjög athyglisverðum vörum sem eru að koma í sölu í verslun okkar að Höfðabkka 3. Það er því vissara fyrir áhugasma fluguveiðimenn að fylgjast vel með gangi mála hér á Krafla.is á næstunni og í allt sumar.

    Einnig munum við um helgina og á allra næstu dögum birta mjög athyglisverðar fréttir af flugumálum og birta myndir úr verslun okkar að Höfðabakka 3 sem er óðum að taka á sig endanlega mynd.

  • Fimm á svarta Kröflu á klukkutíma í Steinsmýravötnum

    Þrír fiskanna af fimm sem tóku svarta Kröflu á einum klukkutíma í Steinsmýravötnum um síðustu mánaðamót.

    Þrír fiskanna af fimm sem tóku svarta Kröflu á einum klukkutíma í Steinsmýravötnum um síðustu mánaðamót.

    Fjórir veiðifélagar voru við veiðar í Steinsmýravötnum um síðustu mánaðamót og gekk veiðin ágætlega miðað við aðstæður en kalt var ói veðri og vindasamt.

    Alls fengu þeir félagar 24 fiska og var töluvert líf á veiðisvæðinu þessa daga. Langflestir fiskanna tóku spúninn en einn félaganna var með Kröfluflugur meðferðis og sannaðist enn einu sinni aflasæld þeirra. Á laugardeginum tóku 5 fallegir urriðar svarta Kröflu og í stuttu bréfi sem okkur var sent stóð eftirfarandi: ,,Flestir fiskanna komu á spún en ég fékk 5 fiska á laugardeginum þegar ég komst á veiðistað númer 9 o gat kastað undan vindi. Ég var búinn að prófa aðrar flugur en fiskurinn fór fyrst að taka þegar ég setti þessa svörtu Kröflu á sem ég fékk hjá þér. Þetta var mjög skemmtilegur tími."

    Eftir því sem við komumst næst er veiði ágæt í Steinsmýravötnum.

Hlutur 109 til 112 af 203

Síða:
  1. 1
  2. ...
  3. 26
  4. 27
  5. 28
  6. 29
  7. 30
  8. ...
  9. 51
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík