Eg bíð spenntur
This entry was posted on 7. March 2008
.Það er ánægjulegt til þess að vita að aðstandendur Kristjáns Gíslasonar ætli að opna heimasíðu og netverslun á vefnum með fréttum og myndum af veiðiflugum föður síns og gefa þar með fólki kost á að sjá þær og kaupa.
Eflaust fagna margir þessu frábæra framtaki, því flugurnar hans Kristjáns Gíslasonar hafa verið ófáanlegar til fjölda ára.
Ég veiddi mest megnis á flugur Kristjáns í ein 30 ár og bíð því spenntur eftir að reyna á ný gömlu góðu gersemarnar: Rækjuna, Hairy Mary (rauðbrúna), Eldrössu, Grímurnar í ýmsum litum, Kolskegg, Skrögg, Arnæus og allar marglitu Kröflunar.
Með þakklæti fyrir framtakið,
Rafn Hafnfjörð