Úthlutun veiðileyfa í Djúpadalsá hafin - nokkrir dagar lausir í sumar
This entry was posted on 4. January 2009
.Við á Krafla.is erum að hefja úthlutun veiðileyfa í Djúpadalsá í sumar. Ljóst er að vinsældir Djúpadalsár eru engu minni en undanfarin ár.
Í fyrra voru 1007 fiskar skráðir í veiðibók í Djúpadalsá og er um metveiði að ræða. Áin er sér á báti hérlendis að okkar mati þegar kemur að silungsveiði með laxavon og sjóbirting að auki síðsumars og engin önnur sjóbleikjuá hér á landi er sambærileg við Djúpadalsá að okkar mati þegar kemur að mati á náttúrufegurð, afla, verði eða aðstæðum yfirleitt.
Upp úr miðjum janúar munum við ljúka úthlutun í Djúpadalsá fyrir næsta sumar. Þeir veiðimenn sem hafa áhuga á að komast að í örfáum lausum hollum næsta sumar geta sent okkur póst á [email protected]
Minnum einnig á hnappinn hér til hægri en þar er að finna allar upplýsingar um Djúpadalsá.