Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Risinn varla mættur á Brotið þegar hann rauk á svörtu Kröfluna - Formaður SVFR missti 12-15 punda lax eftir hrikalega viðureign

Guðmundur Stefán Maríasson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, hnýtir svarta Kröflu á taumendann skömmu fyrir fyrstu köstin í Norðurá þetta sumarið.

Guðmundur Stefán Maríasson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, hnýtir svarta Kröflu á taumendann skömmu fyrir fyrstu köstin í Norðurá þetta sumarið. Myndir tók Gunnar Bender.

,,Þetta var svakaleg viðureign. Ég hef fengist við marga laxa í Norðurá í gegnum árin en þetta er lang skemmtilegasta viðureignin sem ég hef lent í. Þetta var mikið ævintýri og ekki í fyrsta skipti sem Kraflan kemur mér í samband við væna og skemmtilega laxa. Þetta var mjög vænn lax, 12-15 pund. Hann var klókur eins og vænna laxa er siður. Hefur eflaust nýtt sér vandræði mín á tímabili í viðureigninni og því hafði hann betur. Ég er í raun mjög sáttur við endalokin. Barátta hans og kraftur skilaði honum sigri og mér mikilli ánægju og í raun átti hann skilið að sleppa," sagði Guðmundur Stefán Maríasson," formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í samtali við Krafla.is að afloknum fyrsta veiðidegi sumarsins í Norðurá.

Guðmundur Stefán mun lengi muna eftir þessari viðureign: ,,Ég byrjaði með tommu langa svarta Kröflu. Það gekk ekki og ég minnkaði í 1/2". Þegar Kraflan var í rennsli alveg neðst á Brotinu réðst fiskurinn á hana og takan var mögnuð. Fiskurinn var greinilega að mæta á svæðið og um leið og hann renndi sér inn á Brotið tók hann Kröfluna. Síðan skipti engum togum að hann rauk niður ána og langt niður á undirlínu. Ég mátti hafa mig allan við að fylgja honum eftir, datt í ána og þá kom fát á mig. Ég

sleppti stönginni og leist ekki á þetta á tímabili. Síðan náði ég stönginni aftur, náði að grípa í stangartoppinn og fljótlega fann ég að ég var enn í sambandi við laxinn mér til mikillar ánægju. Laxinn var hins vegar klókur og hafði náð að festa tauminn í steinum og á endanum gaf taumurinn sig og það slitnaði. Það var eiginlega grátlegt því laxinn var orðinn mjög þreyttur. Hausinn kominn upp úr en því miður gaf taumurinn sig," sagði Guðmundur og bætti við að taumurinn sem eftir var við flugulínuna hafi verið laskaður og ,,særður" eftir nudd við grjót. Enginn skyldi velkjast í vafa um að vænir laxar vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera í bardaga sínum við veiðimenn og hvernig best er að nýta sér aðstæður.

Ekkert er hægt að fullyrða um stærðina á fiskinum. Margir voru á því að þetta hafi verið 12-15 punda fiskur. Á myndum sem fylgja með þessari frétt má glögglega sjá að þetta var ekki 10 til 11 punda fiskur. Á mælikvarða Norðurár hin síðari ár var þetta risi. Vonandi kemur krókurinn sem fastur er í kjaftviki hans ekki til með að há honum og eflaust mun hann losna við krókinn ef hann tekur agn veiðimanna á ný síðar í sumar.

Þetta eru puttar formanns SVFR. Guðmundur Stefán Maríasson hnýtir tommulanga svarta Kröflu á taumendann rétt fyrir klukkan sjö við opnun Norðurár. Skömmu síðar skipti formaðurinn og setti hálftommu langa svarta Kröflu undir og þá varð allt vitlaust.

Þetta eru puttar formanns SVFR. Guðmundur Stefán Maríasson hnýtir tommulanga svarta Kröflu á taumendann rétt fyrir klukkan sjö við opnun Norðurár. Skömmu síðar skipti formaðurinn og setti hálftommu langa svarta Kröflu undir og þá varð allt vitlaust.

gsm-13

  • Laxinn hefur tekið svörtu Kröfluna og ballið er byrjað. Formaðurinn hugsar sér til hreyfings.
  •     Laxinn kominn með formanninn niður í Almenning. Þar hafði hann nuddað tauminn utan í stórgrýti og sært þannig að skömmu síðar slitnaði taumurinn og laxinn hafði sigur.Laxinn kominn með formanninn niður í Almenning. Þar hafði hann nuddað tauminn utan í stórgrýti og sært þannig að skömmu síðar slitnaði tumurinn og laxinn hafði sigur.
  • ,,Hvað skal nú til varnar verða vorum sóma?" Formaður og varaformaður SVFR horfast í augu við erfiðar aðstæður, mjög vænan og klókan stórlax sem hafði betur að lokum.,,Hvað skal nú til varnar verða vorum sóma?" Formaður og varaformaður SVFR horfast í augu við erfiðar aðstæður, mjög vænan og klókan stórlax sem hafði betur að lokum.
    Hér hefur bardaginn borist nokkur hundruð metra niður Norðurá. Sjá má Laxfoss í baksýn en laxinn tók Kröfluna rétt neðan við Laxfoss. Í ánni ráða æðstu stjórnendur SVFR ráðum sínum en í landi spá þeir Kjartan Þörbjörnsson (Golli á Mogganum) og Einar Páll Sveinsson Evróvisjónhöfundur í spilin.

    Hér hefur bardaginn borist nokkur hundruð metra niður Norðurá. Sjá má Laxfoss í baksýn en laxinn tók Kröfluna rétt neðan við Laxfoss. Í ánni ráða æðstu stjórnendur SVFR ráðum sínum en í landi spá þeir Kjartan Þörbjörnsson (Golli á Mogganum) og Einar Páll Sveinsson Evróvisjónhöfundur í spilin.

    Hér sést laxinn örþreyttur eftir langan og strangan bardaga. Farinn að sýna kviðinn og greinilega mjög vænn lax hér á ferð. Myndina tók Heimir Óskarsson hjá veiðivefnum Vötn og veiði.Hér sést laxinn örþreyttur eftir langan og strangan bardaga. Farinn að sýna kviðinn og greinilega mjög vænn lax hér á ferð. Myndina tók Heimir Óskarsson hjá veiðivefnum Vötn og veiði. Tókum við hana ófrjálsri hendi og biðjumst velvirðingar á því.
    Ótinn og vitneskjan um stöðu mála leynir sér ekki í svip Guðmundar Stefáns og Gylfa Gauts. Lesa má úr svip þeirra að bardaginn sé tapaður. Sú varð raunin nokkrum andartökum síðar.

    Óttinn og vitneskjan um stöðu mála leynir sér ekki í svip Guðmundar Stefáns og Gylfa Gauts. Lesa má úr svip þeirra að bardaginn sé tapaður. Sú varð raunin nokkrum andartökum síðar.

    Leave a Reply
    © 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík