Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Monthly Archives: July 2009

  • ,,Ég hef bara aldrei séð aðrar eins tökur." 7 laxar af 12 tóku Kolskegg með ótrúlegum látum

    Stefán Hrafnsson með glæsilega hrygnu úr Hafralónsá sem tók Kolskegg flottúpu með ótrúlegum látum.

    Stefán Hrafnsson með glæsilega hrygnu úr Hafralónsá sem tók Kolskegg flottúpu með ótrúlegum látum.

    Leiðsögumennirnir Stefán Hrafnsson og Sveinn Björnsson (Denni) skruppu nýverið í laxveiði í Hölkná og Hafralónsá í Þistilfirði. Veiddu þeir eina vakt í hvorri á með hreint frábærum árangri. Við höfum áður hér á Krafla.is sagt frá mikilli veiði á flottúpuna Kolskegg sem er til sölu á Krafla.is Eftir að hafa lesið pistilinn sem þeir félagar sendu okkur í gær þarf varla frekari vitna við.

    ,,Við byrjuðum í Hölkná og vorum báðir að koma þar í fyrsta skipti. Við kíktum í flesta hyljina og sáum víða lax. Við lönduðum 4 löxum, misstum 2 og fengum slatta af tökum.  Tveir af þessum fiskum komu á Kolskegg flottúpu. Tökurnar voru engu líkar sem ég hef áður séð í laxveiði og laxarnir komu í loftköstum á eftir Kolskeggnum," sagði Stefán Hrafnsson í pistlinum til okkar.

    Daginn eftir fóru þeir félagar í Hafralónsá. Stefán segir: ,,Við byrjuðum í veiðistað númer 14. Denni missti fínan lax þar í fyrstu yfirferð. Ég fór svo yfir með Kolskegg og fékk svaka neglingu og landaði 81 cm hrygnu. Við fórum svo ofar í ána og urðum strax varir við kröftugar göngur. Fengum fljótlega tvo laxa. Lögðum okkur síðan í 3 tíma og lönduðum síðan 5 löxum, misstum nokkra og fengum fullt af tökum. Af þessum 12 löxum sem við fengum í ánum tveimur komu 7 á Kolskegg flottúðu og voru allar tökurnar alveg svakalegar og nær allir fiskarnir nýgengnar hrygnur, 10-13 pund. Ég hef bara aldrei orðið vitni að öðrum eins tökum og alveg greinilegt að Kolskeggur slær Sunray Shadow út. Laxinn fór hreinlega hamförum í yfirborðinu í árásunum á Kolskegg. Þessi fluga er hér með orðin mín uppáhaldsfluga og svínvirkar hér í Þistilfirðinum," sagði Stefán Hrafnsson.

    Sveinn Björnsson, Denni, með fallega hrygnu úr Hölkná. 7 laxar þeirra félaga af 12 tóku Kolskegg flottúpuna af mikilli grimmd.

    Sveinn Björnsson, Denni, með fallega hrygnu úr Hölkná. 7 laxar þeirra félaga af 12 tóku Kolskegg flottúpuna af mikilli grimmd.

  • 23 laxar af 27 flugulöxum á Iðu til þessa í sumar á Kröfluflugur - tveir á Skrögginn í öðru kasti

    Gunnar Guðjón Ögmundsson með fallegan smálax sem tók Marbendil á Iðunni á dögunum.

    Guðjón Gunnar Ögmundsson með fallegan smálax sem tók Marbendil á Iðunni á dögunum.

    Holl sem lauk veiðum við Iðu í Biskupstungum sl. mánudagskvöld landaði 7 löxum og tveimur ágætum sjóbirtingum. Hollið var við veiðar í einn og hálfan dag. Aðstæður til veiða voru mjög erfiðar, lengst af sól og hægur vindur og mjög heitt. Vatn í Stóru Laxá var mjög lítið og heitt en þrátt fyrir það veiddu menn ágætlega. Síðasta hálfa daginn sáu veiðimenn hins vegar ekki fisk né fundu fyrir honum.

    Alls voru komnir 38 laxar á land að kveldi 13. júlí. 27 laxanna voru á flugu, 6 tóku spón og 5 maðk. Stærstu laxarnir til þessa í veiðibók eru 14-15 pund. Af þessum 27 flugulöxum eru 23 bókaðir á flugur frá okkur á Krafla.is Kröflutúpur í ýmsum litum hafa gefið 8 laxa, Marbendill 8 laxa, Ólsen Ólsen og Skröggur 2 laxa hvor fluga og Randalín, Grýla og Iða Long Wing flottúpa hafa gefið einn lax. Hinar flugurnar fjórar sem gefið hafa laxa eru Kjaftopna, Ólína, Green But og Black and blue, allar með einn lax hver fluga.

    Það verður því ekki annað sagt en að Kröfluflugurnarséu að gera það gott á Iðunni sem annars staðar. Og eins og gengur eru menn misheppnir í veiðinni. Einn vanur veiðimaður sem býr á Iðubökkum og stundað hefur veiðar lengi við Iðu á þó líklega metið þegar kemur að nýtingunni. Hann hefur tvívegis bleytt vöðlurnar í sumar í nokkrar mínútur og í bæði skiptin tóku vænir laxar Skrögg túpu í öðru kasti. Laxarnir voru 10 og 12 pund og geri aðrir betur.

    Stefán Kristjánsson með smálax á Iðunni eins og hann gerist fallegastur. 8 punda hængur sem tók svarta Kröflutúpu.

    Stefán Kristjánsson með smálax á Iðunni eins og hann gerist fallegastur. 8 punda hængur sem tók svarta Kröflutúpu.

  • Glæsilegir Kröflulaxar á land í Húseyjarkvíslinni

    Hörður Hafsteinsson með 91 cm kangan hænginn sem tók svarta Kröflutúpu í Húseyjarkvísl um helgina. Hreint glæsilegur fiskur og nálægt 18 pundunum.

    Hörður Hafsteinsson með 91 cm kangan hænginn sem tók svarta Kröflutúpu í Húseyjarkvísl um helgina. Hreint glæsilegur fiskur og nálægt 18 pundunum.

    ,,Þetta var algjörlega geggjað. Allar aðstæður voru mjög erfiðar, sterkjusólskyn og blankalogn nánast alla helgina. Þessar aðstæður eru afar erfiðar í Húseyjarkvíslinni en það kom þó ekki í veg fyrir að við urðum vel varir. Við fengum þrjá væna laxa sem voru afar erfiðir viðureignar og þetta var mjög skemmtilegur veiðitúr," sagði Sævar Örn Hafsteinsson sem veiddi 83 cm langa hrygnu á Krafla Eldur (orange og svört), 1" keilutúpu. ,,Takan var afar skemmtileg og fallegri flugu hef ég varla séð í vatni," sagði Sævar Örn ennfremur.

    Hörður Hafsteinsson, bróðir Sævars Arnar, lenti einnig í ævintýri. ,,Ég var að kasta svartri Kröflutúpu og í þriðja kasti var hún tekin með gríðarlegum látum. Ég fann strax að laxinn var gífurlega sterkur og ég náði honum ekki á land fyr en eftir 40 mínútna viðureign. Þetta var stórkostæleg taka og með þeim eftirminnilegri sem ég hef lent í," sagði Hörður í samtali við Krafla.is Fiskur Harðar var 91 cm langur hængur og líkast til um 18 pundin, kaflúsugur og stórglæsilegur fiskur eins og sést á myndinni með fréttinni. ,,Þetta var taka sem seint

    Sævar Örn með 83 cm hrygnuna glæsilegu sem tók Kröflu Eld keilutúpu (orange og svört) í Húseyjarkvíslinni um helgina.

    Sævar Örn með 83 cm hrygnuna glæsilegu sem tók Kröflu Eld keilutúpu (orange og svört) í Húseyjarkvíslinni um helgina.

    gleymist. Laxinn tók í miðjum hylnum, stökk með miklum tilþrifum og hreinsaði sig tvisvar. Rauk síðan upp allan hylinn og fór upp miklar flúðir sem eru efst í hlnum. Svo fór hann niður í hylinn aftur og niður í næsta hyl fyrir neðan," sagði Hörður.

    Þeir bræður tilheyra félagi sem heitir Mokveiðifélagið og félagsmenn í því ágæta félagi eru farnir að veiða meira og minna á flugur frá Krafla.is  ,,Við byrjuðum að prófa þessar flugur í fyrra og þær hafa reynst okkur frábærlega vel. Þetta eru mjög sterkar flugur og ákaflega gjöfular. Við sannreyndum það í veiðitúrnum á undan Húseyjarkvíslinni sem var í Laxá í Kjós. Þar vorum við við mjög erfiðar aðstæður, vel yfir 20 stiga hita og sól og logn en veiddum samt ótrúlega vel. Við vorum með helminginn af aflanum sem hollið fékk og þar sönnuðu Kröfluflugurnar sig heldur betur. Fiskarnir sem við fengum í Húseyjarkvíslinni sönnuðu einnig gæði flugnanna. Aðstæður voru eins og þær gerast verstar og við bætist að Húseyjarkvíslin er síðsumarsá og

    Bræðurnir Sævar Örn og Hörður losa Kolskegg flottúpuna úr laxi sem tók á Lækjarbreiðunni í Laxá í Kjós.

    Bræðurnir Sævar Örn og Hörður losa Kolskegg flottúpuna úr laxi sem tók á Lækjarbreiðunni í Laxá í Kjós.

    yfirleitt varla komin í gang á þessum tíma," sögðu þeir bræður við Krafla.is

    Þeir Mokveiðifélagsmenn slepptu öllum löxum sínum í Laxá í Kjós og Húseyjarkvísl. ,,Í félaginu eru veiðimenn á ferð sem hugsa um framtíðina og við viljum að börnin okkar fái að njóta þess að veiða stórlax einhvern daginn. Lengi lifi stórlaxinn," sögðu bræðurnir að lokum.

    Mun fleiri myndir úr veiðiturum Mokveiðifélagsins má sjá á www.veidimenn.com

    Sævar Örn með 6 punda nýgenginn sjóbirting sem tók 1/2" Kröflu orange keilutúpu í Káranesfljótinu í Laxá í Kjós á dögunum.

    Sævar Örn með 6 punda nýgenginn sjóbirting sem tók 1/2" Kröflu orange keilutúpu í Káranesfljótinu í Laxá í Kjós á dögunum.

  • Kolskeggur að gefa mjög vel áfram í Norðurá og Laxá í Kjós - svartar Kröflutúpur líka að gefa vel

    Laxá í Kjós. Þar stóðu Kolskeggur og svarta Kraflan sig vel.

    Laxá í Kjós. Þar stóðu Kolskeggur og svarta Kraflan sig vel.

    ,,Þetta var mjög skemmtileg veiði og greinilegt að Kolskeggur er að virka mjög vel. Þetta var frábær veiðitúr og við getum ekki verið annað en sáttir þrátt fyrir afar óhagstætt veður fyrri hluta tímans," sagði Sævar Hafsteinsson en hann var að koma úr Laxá í Kjós ásamt félögum sínum. Þeir félagar fengu 9 laxa og einn mjög vænan sjóbirting. Sjö laxar af níu hjá þeim félögum tóku Kolskegg flottúpu, Skrögg flottúpu og svartar Kröflutúpur.

    ,,Þrír laxanna tóku flottúpuna Kolskegg og ég var óneitanlega spenntur að prófa hana eftir að maður heyrði um afrek hennar í Norðuráí sumar. Og hún stóð undir öllum væntingunum og vel það. Laxarnir sem við fengum voru allir smálaxar utan einn sem var líkast til 9 pund en hann tók Skrögg flottúpu," sagði Sævar ennfremur. Allir laxarnir fengust í Kvíslafossi og á Lækjarbreiðunni þar fyrir neðan.

    Sævar setti í og landaði gríðarlega fallegum 65 cm sjóbirting. Birtingurinn tók Kröflutúpu orange og var viðureignin lífleg eins og vera ber þegar slíkir birtingar taka fluguna. ,,Þetta var alveg geggjuð viðureign og takan skemmtileg. Ég hafði mikla trú á appelsínugulu Kröflunni og hún er mjög sterk allt sumarið og alls ekki síður í nýgengnum fiski. Við birtum frekari fréttir af þeim félögum og myndir eftir helgina.

    Kolskeggur flottúpa. Er að snarvirka í Norðurá og Laxá í Kjós.

    Kolskeggur flottúpa. Er að snarvirka í Norðurá og Laxá í Kjós.

    Norðurá var að skríða í 450 lax í dag á hádegi og þar á bæ eru menn kátir enda veiðin álíka góð og í fyrra. Kolskeggur flottúpan hefur gefið gríðarlega vel síðustu dagana. ,,Ég var að leiðbeina erlendum veiðimanni í þrjá daga og hann f´kk 16 laxa og þeir komu allir á Kolskegg. Þetta er greinilega fluga sem er að virka mjög vel hér í Norðurá," sagði Magnús Norðdal, leiðsögumaður við Norðurá,  í samtali við Krafla.is  Einn morguninn settum við í sjö laxa á Kolskegg og náðum fimm á land.

    Alls eru 750 laxar gengnir upp fyrir teljarann í Glanna og mjög mikið af laxi er í ánni. 60-80 laxar ganga laxastigann á hverri nóttu og stöðugt fjölgar fiskunum í ánni. Greinilegt að margt bendir til þess að Norðurá verði í góðum málum í sumar.

    Sveinn Skúlason með fallegan lúsugan smálax sem tók svarta Kröflutúpu 1".

    Sveinn Skúlason með fallegan lúsugan smálax sem tók svarta Kröflutúpu 1" við Iðu á dögunum.

    Um 35 laxar eru komnir á land við Iðu. Aðstæður hafa verið góðar síðustu dagana og byrjar veiði mjög vel á svæðinu miðað við fyrri ár. Síðustu veiðimenn sem við heyrðum í fengu 3 laxa. Einn tók Ólsen Ólsen túpu, einn svarta 1" Kröflutúpu og sá þriðji rauða Kröflutúpu.

Hlutur 5 til 8 af 8

Síða:
  1. 1
  2. 2
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík