Geggjaðar tökur og Iðan snarvirkaði í Hafralónsá
This entry was posted on 13. August 2009
.,,Þetta var afskaplega skemmtilegur veiðitúr og það voru ekki sýst flugurnar frá ykkur á Krafla.is sem gerðu hann skemmtilegan. Ég hafði keypt mér nokkur eintök af Kolskegg og Iðu flottúpum og var mjög spenntur að reyna þessar flugur sem ég hafði aldrei séð áður. Og ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum," sagði Baldur Snorrason sem var við veiðar á dögunum í Hafralónsá.
,,Ég byrjaði með Kolskegginn og hann gaf mér strax laxa. Síðan fékk Iðan sitt tækifæri og hún gaf Kolskeggnum ekkert eftir. Og tökurnar á Iðuna voru alveg geggjaðar. Iðan sannaði sig heldur betur fyrir mér í þessum túr," sagði Baldur.
Baldur fékk aukaflugur með í pöntun sinni á Krafla.is og tók á það ráð þegar veiðitúrinn var á enda að gefa næstu veiðimönnum eintök af Kolskegg og Iðu. ,,Ég var forvitinn og dokaði aðeins við og beið eftir að þeir byrjuðu að veiða í eftirmiðdaginn. Ég stoppaði
við einn hylinn á leiðinni heim og sá þá að einn veiðimaðurinn sem tók við af okkur og hafði sett Iðu flottúpuna undir hjá sér var með kengbogna stöng í öðru kasti. Þá hélt ég ánægður heim á leið eftir frábæran veiðitúr," sagði Baldur Snorrason.