Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Mikil veiði á Iðu síðustu daga og helmingurinn á ýmsar Kröflur

Jón Hilmarsson með glæsilegan 9 punda lax sem tók Ólsen Ólsen á Iðunni sl. þriðjudag.

Jón Hilmarsson með glæsilegan 9 punda lax sem tók Ólsen Ólsen á Iðunni sl. þriðjudag.

Veiðisvæðið við Iðu í Biskupstungum hefur heldur betur tekið stakkaskiptum síðustu dagana. Hefur veiði verið með því besta sem gerst hefur síðustu árin og minnir á gamla góða daga ef frá er talin stærðin á fiskunum sem veiðast.

,,Við erum á heimleið enda allt orðið mórautt og svæðið óveiðandi," sagði Stefán Hallur Jónsson í samtali við okkur á Krafla.is nú rétt í þessu. Klukkan var þá hálf átta að kvöldi og Stefán og félagar búnir að landa 21 laxi í dag og seinni part dags í gær. ,,Þetta var mjög skemmtilegt og við fengum 17 laxa og einn sjóbirting í dag. Við náðum 11 löxum fyrir hádegi í dag og 6 laxar tóku hjá okkur áður en allt varð mórautt. Það er greinilegt að Krafla er aðalflugan hér og ber höfuð og herðar yfir aðrar flugur. Helmingur aflans hjá okkur kom á Kröflutúpur í ýmsum litum og ég er ekki frá því að sú gula hafi drepaið flesta fiskana," sagði Stefán Hallur. Við eigum von á myndum frá Stefáni og félögum og birtum þær þegar þær berast okkur.

Eins dags holl sem var við veiðar á Iðu á undan Stefáni Halli og félögum fékk 15 laxa og hollið þar á undan fékk 6 laxa og alla á Kröfluflugur. Aðstæður þá voru mjög erfiðar vegna vatnsleysis og kulda. Um leið og fór að rigna foru hlutirnir heldur betur að gerast og var um tíma í dag mjög mikið af laxi á Iðusvæðinu.

Um 220 laxar hafa verið skráðir í veiðibókina við Iðu, sumarveiðin er því nálægt 450 löxum. Á hádegi sl.  miðvikudag voru komnir 110 laxar á flugu. 72 laxanna voru á Kröfluflugur, 32 á aðrar flugur. Kröflur í ýmsum litum höfðu þá gefið 36 laxa en næst kom Marbendill með 14 laxa. Eftir góðan túr Stefáns Halls og félaga í dag og gær er Kraflan komin í 46 laxa.

Hér hefur lax tekið Kröfluna hjá Tryggva Þór Bragasyni á Iðunni sl. mánudag.

Hér hefur lax tekið Kröfluna hjá Tryggva Þór Bragasyni á Iðunni sl. mánudag.

Tryggvi Þór Bragason með fallegan 81 cm lax sem tók rauða Kröflutúpu.

Tryggvi Þór Bragason með fallegan 81 cm lax sem tók rauða Kröflutúpu.

Veiðimaður með lax á Kröflu á efri hluta veiðisvæðisins við Iðu sl. mánudag.

Veiðimaður með lax á Kröflu á efri hluta veiðisvæðisins við Iðu sl. mánudag.

Guðjón Gunnar Ögmundsson og falleg hrygna með rauða hálftommu Kröflutúpu í kjaftinum.

Guðjón Gunnar Ögmundsson og falleg hrygna með rauða hálftommu Kröflutúpu í kjaftinum. Þessi lax veiddist sl. þriðjudag en þá var vatn í sögulegu lágmarki við Iðu. Um kvöldmatarleytið í dag var mórautt vatn komið yfir allar eyrar.

10 laxar og 2 sjóbirtingar sem veiddust á Kröflur í ýmsum litum við Iðu seinni part mánudagsins síðasta og fyrri part þriðjudags. Veiðimenn settu í 13 laxa á Kröflur á þessum eina degi og náðu 10 þeirra.

10 laxar og 2 sjóbirtingar sem veiddust á Kröflur í ýmsum litum við Iðu seinni part mánudagsins síðasta og fyrri part þriðjudags. Veiðimenn settu í 13 laxa á Kröflur á þessum eina degi og náðu 10 þeirra.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík