Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Náði 8 löxum í Grímsá og allir tóku gulu Kröfluna

Svakalegur belgur, 94 cm hængur sem tók Kröflu orange hjá Ólafi Hafsteinssyni í Húseyjarkvísl á dögunum.

Svakalegur belgur, 94 cm hængur sem tók Kröflu orange hjá Ólafi Hafsteinssyni í Húseyjarkvísl á dögunum. Fiskur sem hefur verið vel yfir 20 pund þegar hann gekk í Kvíslina í byrjun sumars.

Kröfluflugurnar hafa verið í gríðarlegri sókn í sumar og án afláts heyrum við sögur af góðri veiði á Kröflurnar. Hér á eftir fara nokkrar þær nýjustu.

,,Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Gula Kraflan hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér eftir að ég byrjaði að nota hana fyrir alvöru í fyrra. Ég var nýlega við veiðar í Grímsá og ég náði þar 8 löxum og allir tóku þeir gulu Kröfluna, hálftommu keilutúpu," sagði Grétar Þorgeirsson í samtali við okkar á Krafla.is

,,Ég hef fengið mjög góða veiði á Kröfluflugurnar og þær eru alltaf að verða fyrirferðarmeiri í mínum boxum. Gula Kraflan hefur reynst mér afar vel svo ég tali nú ekki um Kolskegg," sagði Grétar.

Árni Friðleifsson var við veiðar á svæði 1 og 2 í Stóru Laxá fyrir nokkru en þeir félagar veiddu aðeins eina vakt eða einn seinni part. ,,Þetta gekk ótrúlega vel og það var mikið af laxi á svæðinu. Við fengum um 25 laxa og þar af voru 13 á Kröflur. Sá stærsti var 90 cm og tók hann gula Kröflu," sagði Árni sem er vel kunnugur á þessum slóðum og félagar hans voru einnig vanir menn á svæðinu.

,,Þetta gekk ágætlega hjá okkur. Við náðum 5 löxum og 16 sjóbirtingum og við misstum mjög marga laxa. Og að venju voru það Kröflurnar sem voru að gefa okkur alla veiðina," sagði Sævar Örn Hafsteinsson í samtali við Krafla.is  en hann var þá nýkominn úr veiðitúr í Húseyjarkvísl. Það voiru Krafla orange og Krafla Eldur sem voru að reynast okkur best í þessum túr," sagði Sævar Örn. Nánari fréttir af þessum veiðitúr má finna á www.veidimenn.com

Árni Jóhannesson með 83 cm sjóbirtingshrygnu sem hann fékk á Kröflu orange í Húseyjarkvísl.

Árni Jóhannesson með 83 cm sjóbirtingshrygnu sem hann fékk á Kröflu orange í Húseyjarkvísl.

Logi F. Sveinsson með fallegan birting sem hann fékk á Kröflu Eld. Hreint mögnuð fluga.

Logi F. Sveinsson með fallegan birting sem hann fékk á Kröflu Eld. Hreint mögnuð fluga.

Þorsteinn F. Guðmundsson með fallegan lax sem tók Kröflu Eld (orange/svört) í Húseyjarkvísl.

Þorsteinn F. Guðmundsson með fallegan lax sem tók Kröflu Eld (orange/svört) í Húseyjarkvísl.

Sævar Örn Hafsteinsson með 72 cm hæng sem tók Kröflu orange í Hnausastreng í Vatnsdalsá í byrjun september.

Sævar Örn Hafsteinsson með 72 cm hæng sem tók Kröflu orange í Hnausastreng í Vatnsdalsá í byrjun september.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík