Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Frábærir birtingar á Iðu og Randalín í gær í opnun í Húseyjarkvísl við afar erfiðar aðstæður

Sævar Örn Hafsteinsson og bróðir hans Ólafur með fallegan skjóbirting úr Húseyjarkvísl í gær sem tók Iðu flottúpu.

Sævar Örn Hafsteinsson og bróðir hans Ólafur með fallegan skjóbirting úr Húseyjarkvísl í gær sem tók Iðu flottúpu.

,,Þetta  var rosalega gaman þrátt fyrir að allar aðstæður væru mjög óhagstæðar. Fyrst til að byrja með var erfitt að finna vakir á ánni til að kasta í en síðan skánaði þetta um tíma. Þá náðum við sambandi við fiska og okkur virtist vera mjög mikið af fiski í ánni," sagði Sævar Örn Hafsteinsson í samtali við Krafla.is í gærkvöld en hann var þá við veiðar í Húseyjarkvísl í Skagafirði ásamt félögum sínum í Mokveiðifélaginu.

Þeir félagar hafa haft það fyrir sið að opna Húseyjarkvísl að vori. Páskahretið norðanlands í ár fór ekki framhjá þeim félögum og eins og sést á myndunum með þessari frétt voru aðstæður mjög erfiðar. Þrátt fyrir það veiddu félagarnir í Mokveiðifélaginu 8 fiska og marga hverja mjög fallega en vatnshiti var lengstum undir frostmarki. ,,Við höfðum sannarlega vonast eftir betri aðstæðum en getum ekki kvartað. Ef aðstæður hefðu verið betri hefðum við veitt marga tugi fiska en það verður að bíða betri tíma. Þetta var alveg svakalega gaman og með sanni hægt að segja að við höfum náð úr okkur hrollinum fyrir sumarið og rúmlega það. Og enn einu sinni reyndust flugurnar frá Krafla.is okkur frábærlega,"sagði Sævar Örn.

Félagi í Mokveiðifélaginu með glæsilegan sjóbirting sem tók Iðu flottúpu í gær í Húseyjarkvísl..

Félagi í Mokveiðifélaginu með glæsilegan sjóbirting sem tók Iðu flottúpu í gær í Húseyjarkvísl..

Þorsteinn F. Guðmundsson með fallegan sjóbirting sem tók Randalín sem er ein skæðastasjóbirtings- og laxaflugan sem er til sölu á Krafla.is

Þorsteinn F. Guðmundsson með fallegan sjóbirting sem tók Randalín sem er ein skæðastasjóbirtings- og laxaflugan sem er til sölu á Krafla.is

Aðstæður voru hrikalega erfiðar við Húseyjarkvísl í gær. Hér er veiðimaður að reyna við fiska en þetta verður eiginlega að teljast hámark bjartsýninnar.

Aðstæður voru hrikalega erfiðar við Húseyjarkvísl í gær. Hér er veiðimaður að reyna við fiska en þetta verður eiginlega að teljast hámark bjartsýninnar.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík