Krafla.is stærsti styrktaraðili opinna húsa hjá SVFR
This entry was posted on 18. April 2010
.
Sigurður M. Ólafsson var mjög kátur en hann vann mjög flott fluguúrval frá Krafla.is
Síðasta opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur var sl. föstudagskvöld. Að sögn þeirra sem að kvöldinu stóðu var um metaðsókn að ræða en vel á annað hundrað veiðimenn mættu á kvöldið.
Við hjá Krafla.is gáfum mjög veglega vinninga í happadrætti kvöldsins, þrjú vel útilátin flugubox og hvert að verðmæti um 20 þúsund krónur. Annars sá veiðideild Ellingsen um aðra vinninga kvöldsins. Við hjá Krafla.is höfum jafnan gefið veglega vinninga á opnum húsum Stangaveiðifélagsins í vetur og erum ánægð með að margir veiðimenn hafa farið heim með falleg flugubox eftir vel heppnuð kvöld.

Róbert Sigurðsson var ánægður með boxið frá Krafla.is og veiðifélaginn var ekki síður sáttur.

Sævar Örn Hafsteinsson, formaður Skemmtinefndar SVFR afhendir hér heppnum veiðimanni flugubox frá Krafla.is