Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Lausir dagar á góðum tíma í Djúpadalsá

Rennt fyrir fisk á fallegum veiðistað ofarlega í Djúpadalsá.

Rennt fyrir fisk á fallegum veiðistað ofarlega í Djúpadalsá.

Við á Krafla.is viljum vekja áhuga fluguveiðimanna á þeirri staðreynd að lausir eru nokkrir dagar í Djúpadalsá í Reykhólahreppi og eru þessir lausu dagar á mjög góðum tíma.

Í fyrra veiddust 660 bleikjur í Djúpadalsá og 35 laxar. Allar upplýsingar um ána er að finna hér á Krafla.is undir Djúpadalsá. Þessa dagana erum við að raða veiðimönnum niður á sumarið en i sumar verður í fyrsta skipti einungis leyfilegt að veiða á flugu í Djúpadalsá.

Djúpadalsá er gullfalleg í alla staði og ert tilvalin fyrir fjölskyldur þar serm auðvelt er að kenna nýliðum í fluguveiði réttu handtökin. Allir fá fisk og öll aðstða er mjög góð og meðal annars hafa veiðimenn aðgang að mjög góðri innisundlaug í stuttu gönufæri frá veiðihúsi.

Allar upplýsingar ásamt fjölda mynda eru hér á Krafla.is og þeir sem hafa áhuga á lausum dögum geta haft samband við okkur á sk@krafla eða í síma 698-2844.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík