Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Elvar fékk 23ja punda hæng á stórfiskafluguna Skrögg

Kjartan Þorbjörnsson með fallegan fisk úr Laxá í Aðaldal sem tók Kröflu orange.

Kjartan Þorbjörnsson með fallegan fisk úr Laxá í Aðaldal sem tók Kröflu orange.

Ein öflugasta flugan sem við á Krafla.is bjóðum veiðimönnum er Skröggur og er ekki ofsagt að þar sé stórlaxafluga á ferð. Leiðsögumaðurinn Elvar Örn Friðriksson rauf 20 punda múrinn með eftirminnilegum hætti á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal í fyrradag þegar hann fékk 23 punda hæng á Skrögg Long Wing flottúpu. Fiskurinn var 102 cm. Elvar Örn, sem er sonur Friðriks Þ. Stefánssonar fyrrverandi formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur, fékk tröllið í Kirkjuhólmastreng og var viðureignin skemmtileg og tvísýn.

Elvar Örn verður við veiðar á Nessvæðinu næstu daga. Þar er ekkert netsamband og því höfum við ekki mynd af tröllinu. Strax eftir helgina stendur það til bóta þegar veiðimaðurinn kemur ,,til byggða." Þá munum við birta flottar myndir frá viðureigninni.

Við áKrafla.is höfum ekki hikað við að kynna Skrögg sem stórfiskaflugu fyrir okkar viðskiptavinum. Atburðir síðustu daga eru skemmtileg staðfesting á getu Skröggsins og við erum viss um að framtíðin geymi fleiri æfintýri þar sem Skröggur verði í aðalhlutverkinu.

Skröggurinn

Skröggurinn sem long wing flottúpa er afar sterkt agn. Og enn og aftur hefur Skröggur sannað sig sem stórfiskafluga.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík