Tveir laxar hafa tekið Kolskegg í dag í Norðurá - Ragnheiður náði öðrum en missti hinn
This entry was posted on 5. June 2011
.Flugan okkar Kolskeggur var ekki lengi að minna á sig í morgun þegar veiði hófst í Norðurá í Borgarfirði. Kolskeggur var ein aflahæsta flugan hérlendis í fyrra og oft veiddist vel á hana í Norðurá. Það var Ragnheiður Thorsteinsson, stjórnarmður í SVFR, sem setti í fyrsta lax sumarsins á Stokkhylsbroti á Kolskegg long wing túpu. Viðureignin var hins vegar stutt og hafði laxinn betur eftir snarpa viðureign.
Ásmundur Helgason náði að landa fyrsta laxi sumarsins á Stokkhylsbrotinu skömmu síðar og tók fiskurinn heimatilbúna flugu Ásmundar.
Ragnheiður setti síðan í gullfallega 12 punda hrygnu skömmu fyrir hádegið í dag á Kolskegg og náði henni.
Alls komu 3 fiskar á land í Norðurá fyrir hádegi í dag og 6 laxar á sama tíma í Blöndu sem einnig opnaði í morgun.
Við segjum frekari fréttir af Norðurá í kvöld eftir að veiðitíma lýkur.