Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Bláa Gríman klikkaði ekki í Húseyjarkvísl - Fráblær fluga sem er alltof lítið reynd

Ólafur Hafsteinsson með glæsilegan 14 punda lax sem tók bláu Grímuna í Húseyjarkvísl.

Ólafur Hafsteinsson með glæsilegan 14 punda lax sem tók bláu Grímuna í Húseyjarkvísl.

Ólafur Hafsteinsson er meðlimur í Mokveiðifélaginu en hann og félagar hans í félaginu voru í Húseyjarkvísl á dögunum og þrátt fyrir erfiðar aðstæður veiddu þeir vel. Á dögunum spjölluðum við á Krafla.is við Ólaf og lýsti hann því þá yfir að sumarið í sumar hjá honum færi að miklu leyti í að prófa hinar þekktu Grímuflugur eftir Kristján Gíslason. Sérstaklega og einkum og sér í lagi  var áhugi Ólafs bundinn við bláu Grímuna.

Nú hefur Mokveiðifélagið lokið sér af í Húseyjarkvísl í bili og afraksturinn var um 10 laxar. Stundum hafa aflabrögð verið betri en aðstæður voru lengstum erfiðar. En Ólafur stóð við sitt. Hann fékk gullfallegan tveggja ára lax og á bláu Grímuna. Er þetta þeim mun eftirtektarverðara vegna þess að ekki var mikill lax genginn í Húseyjarkvísl og því erfiðara um vik en oftast áður.

Félagarnir í Mokveiðifélaginu fengu um 10 laxa í Húseyjarkvíslinni og alla á Kröfluflugur.

Þorsteinn Frímann Guðmundsson með 87 cm nýgenginn lax sem tók Iðu Long wing túpu í Húseyjarkvísl í fyrradag með miklum látum.

Þorsteinn Frímann Guðmundsson með 87 cm nýgenginn lax sem tók Iðu Long wing túpu í Húseyjarkvísl í fyrradag með miklum látum.

Hörður Birgirt Hafsteinsson með 86cm 13 punda nýgenginn lax sem tók Skrögg keilutúpu.

Hörður Birgirt Hafsteinsson með 86cm 13 punda nýgenginn lax sem tók Skrögg keilutúpu.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík