Úan stal senunni á Nessvæðinu fyrir norðan
This entry was posted on 2. September 2011
.,,Þetta var meiriháttar gaman. Að fá svona góð viðbrögð við flugu sem við höfum lítið prófað áður var alveg magnað. Þetta er enn ein gæðaflugan sem kemur úr smiðju Kristjáns Gíslasonar og enn ein Kröfluflugan sem slær í gegn í sumar," sagði Hörður Hafsteinsson en hann var nýverið við veiðar á Nessvæðinu í Aðaldal ásamt þremur félögum sínum í Mokveiðifélaginu. Hollið fékk 28 laxa og þar af voru Mokveiðimenn með 10 laxa á tvær stengur af átta og því sex stengur með 18 fiska.
Kristján hannaði Úu árið 1970 og dregur hún nafn sitt af frægri persónu úr skáldsögu Halldórs Laxness. Alls tóku 9 laxar Úuna en þremur tókst að landa. Og það skemmtilega gerðist að tveir bræður voru með fisk á á sama tíma og báðir tóku Úuna. Af þeim sem ekki náðust á land voru tveir afar stórir og líklega um 25 pundin. Úa var mjög öflug fluga á áttunda áratugnum en hefur lítið verið reynd síðan. Nú hefur hún stimplað sig rækilega inn í laxveiðinni á ný enda er flugan afar falleg og veiðin og fæst einungis í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3 eins og allar aðrar Kröfluflugur.
Þeir Mokveiðimenn fengu auk þess fiska á Kröflu orange, Skrögg, Kolskegg og stærsti fiskur þeirra kom á Iðu en hann var 18 pund.
Veiðibúðin Krafla verður opin á morgun laugardag frá kl. 12 til 17.