Kröfluflugurnar eru mjög öflugar í sjóbirtingsveiði - Flottir birtingar í Kvíslinni
This entry was posted on 22. September 2011
.,,Aðstæður voru mjög erfiðar og við höfum oft veitt meira í Húseyjarkvísl. Sjóbirtingsveiðin var þó ágæt og fínir birtingar inn á milli. Enn og aftur voru það Kröfluflugurnar sem voru að skila okkur þessum fiskum enda eru þær mjög sterkar í sjóbirtingsveiðinni ekki síður en laxveiðinni," sagði Hörður Birgir Hafsteinsson en hann og félagar hans voru að ljúka veiðum í Húseyjarkvísl. Þetta var næst síðasta hollið á laxasvæðinu í ánni. Alls fékk hollið 3 laxa og 10 sjóbirtinga.
Iðan var rosalega sterk í þessu holli og sérstaklega þyngda útgáfan af keilutúpunni. Alls tóku hana sjö birtingar af tíu. Laxarnir þrír komu á Iðuna og tveir á Kolskegg. Greinilegt er að Kröfluflugurnar eru geysilega sterkar í haustveiðinni, hvort sem um er að ræða lax eða sjóbirting. Kröflutúpurnar í hinum ýmsu litum, rauð, orange, gul og svört eru geysilega sterkar í haustveiðinni svo ekki sé minnst á Kolskegg, Iðu og Skrögg. Þrjár síðast nefndu eru sérstaklega skæðar í haustveiðinni sem léttar long wing keilutúpur en einnig sem þyngdar túpur með löngum væng og keilu.
Enginn veiðimaður sem er á leið í haustveiði ætti að láta þessar flugur vanta í boxið sitt. Við minnum veiðimenn á að þessar flugur fást hvergi nema í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.