Ótrúlegt tilboð: Krafla býður upp á frí fluguhjól, aukaspólu, flotlínu og 6 flugur í boxi í fluguveiðipökkunum
This entry was posted on 22. December 2011
.
Mjög mikið úrval er af fluguboxum í Kröflu og landsins mesta úrval af íslenskum flugum.
Verðin hjá okkur í Veiðibúðinni Kröflu við Höfðabkka 3 á fluguveiði-pökkunum hafa vakið mikla athygli enda vandfundin önnur eins tilboð fyrir jólin að þessu sinni.
Segja má að í öllum pökkunum sé viðskiptavinurinn einungis að greiða fyrir flugustöngina en fái fluguhjólið með aukaspólu, flotlínu, undirlínu og 6 flugur í boxi ókeypis með. Við megum víst ekki fullyrða að þetta séu ódýrustu og bestu fluguveiðisettin eða fluguveiðipakkarnir fyrir þessi jól en allir sem séð hafa eru akkúrat á þeirri skoðun. Enn eigum við eftir eitthvað lítið magn af öllum pökkunum en nánar er hægt að skoða innihald pakkanna á Krafla.is undir hnappnum Jólapakkar.
Um er að ræða 5 mismunandi pakka og kosta þeir frá 14.900 krónum til 84.900 krónur. Stangirnar eru allar nema ein með lífstíðarábyrgð. Við hjá Kröflu bjóðum upp á mjög margt sniðugt í jólapakkann fyrir veiðimenn. Við erum með frábært vöðlutilboð í gangi og mjög mikið úrval af fluguboxum með glæsilegum íslenskum flugum.
Við erum með opið fram eftir kvöldi í kvöld og opnum á morgun á Þorláksmessu kl. 10 og verður opið hjá okkur til kl. 20 um kvöldið. Loks verðum við með opið á aðfangadg frá kl. 11 til 13.

Frábær fluguveiðipakki sem kostar aðeins stangarverðið. Fluguhjól með aukaspólu, flotlína og undirlína og 6 flugur í boxi fylgja frítt með. Ótrúleg kaup.