Sóley Björk vann fluguboxið - Gleðilega hátíð!
This entry was posted on 24. December 2011
.
Þetta er glæsilega fluguboxið sem Sóley Björk Guðmundsdóttir vann í getraun okkar.
Við erum búin að draga í getraun okkar sem við vorum með í gangi í desember. Í verslun okkar í Höfðabakka 3 var lítið og sætt jólatré og skreyttum við fluguveiðifólkið í Kröflu tréðað sjálfsögðu með Kröflutúpum í öllum regnbogans litum. Viðskiptavinir okkar áttu síðan að telja túpurnar. Fjölmargir tóku þátt í þessari skemmtilegu getraun og á trénu voru 32 Kröflutúpur.
Vinningshafinn heitir Sóley Björk Guðmundsdóttir og var hún að vonum ánægð þegar við hringdum í hana núna í hádeginu. ,,Þetta er æðislegt. Mig langaði ekki lítið í þetta glæsilega flugubox," sagði Sóley Björk þegar við slógum á þráðinn til hennar og hún bætti við: ,,Þú ættir að sjá öfundarsvipinn á manninum mínum sem stendur hérna við hliðina á mér. Hann fær eflaust að njóta góðs af þessu með mér og nú hlakka ég ofboðslega til að fara að veiða næsta sumar."
Sóley Björk er stödd norður í landi í faðmi fjölskyldunnar á Sauðárkróki. Við afhendum henni boxið eftir áramótin og birtum mynd frá afhendingunni hér á Krafla.is
Við endurtökum svo leikinn að ári.
Veiðimönnum og veiðikonum um land allt óskum við gleðilegra jóla og farsældar á nýju veiðiári.