Frábær opnun í Norðurá, Iðan og Kolskeggur gefa vel
This entry was posted on 5. June 2012
.Opnunin í Norðurá er að verða sú besta í nokkra áratugi og stefnir í metopnun ef fram heldur sem horfir.
11 laxar veiddust fyrir hádegi, þar af tveir á svæðinu kennt við Munaðarnes. Af þessum löxum vitum við að í það minnsta fjórir komu á Kröfluflugurnar Iðu og Kolskegg keilutúpur.
Myndin sem hér fylgir með er af Elínu Ingólfsdóttur en hún fékk þessa glæsilegu 78 cm hrygnu á Bryggjunum á Iðu.
Við birtum nánari fréttir í kvöld.