Frábær laxveiði í mörgum ám og laxinn snemma á ferðinni
This entry was posted on 21. June 2012
.Laxveiðitímabilið byrjar með ótrúlegum látum þetta árið. Á fyrsta degi í Elliðaánum í gær veiddst 31 lax þrátt fyrir að nánast byrjendur í laxveiði væru við veiðar allan daginn. Sautján af þessum löxum fengust á flugu sem er óvenju hátt hlutfall fyrstu dagana í Elliðaánum.
Hítará á Mýrum hefur einnig opnað með stæl en opnunarhollið í ánni var í afar góðum málum. Við vissum af 16 löxum þegar hollið var ekki búið með tímann. Í fyrra veiddust 2 laxar í opnunarhollinu í Hítará.
Veiði hefur einnig gengið ágætlega í Norðurá þrátt fyrir að taka hafi dottið verulega niður eftir að opnunarhollið lauk sér af í ánni. Opnunarhollið fékk 25 laxa og komu 9 laxar á Kröfluflugur. Þar á meðal voru Iða, Kolskeggur og rauð Krafla. Síðast þegar við fréttum var Norðurá að skríða í 200 laxa og segja menn að mikill fiskur sé í ánni miðað við árstíma.
Laxinn virðist vera óvenjusnemma á ferðinni þett sumarið. En hver er átæðan? Svarið liggur auðvitað ekki fyrir en gott vor eða afar hagstæðar aðstæður í sjónum hljóta að vera atriði sem vega þungt.