Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Kröfluflugur koma víða við sögu og gefa góða veiði - varist lélegar eftirlíkingar

Sævar Örn Hafsteinsson með 13 punda lax úr Húseyjarkvísl sem tók Kröflu orange.

Sævar Örn Hafsteinsson með 13 punda lax úr Húseyjarkvísl sem tók Kröflu orange. Myndin er frá veidimenn.com

Veiðimenn sem hafa verið að veiða með Kröfluflugum hafa víða verið að gera góða hluti undanfarið. Jón Skelfir Ársælsson var til að mynda að veiða í Kaldá á Jöklusvæðinu á dögunum og landaði þá fyrsta laxinum sem veiðist í ánni þetta sumarið. Laxinn tók appelsínugula Kröflu og er sú fluga að koma verulega sterk inn í sumar.

Kolskeggur frá Veiðibúðinni Kröflu er að verða ein allra besta flugan í laxveiðinni og við heyrum stanslausar fréttir af góðum aflabrögðum á Kolskegginn. Mjög góð veiði hefur verið á Kolskegg í Rangánum báðum. Veiðimaður sem var á ferð í eystri ánni landaði 12 löxum einn daginn fyrir skemmstu og 8 af löxunum komu á Kolskegg, þyngda keilutúpu. Veiðimenn sem voru í Laxá í Dölum á dögunum settu í 9 laxa og 6 þeirra tóku Kolskegg. Reyndar kom enginn af löxunum 9 á land en Kolskeggurinn sannaði getu sína enn einu sinni. Veiðimaður sem var í opnunarholli Húseyjarkvíslar setti í svakalegan dreka á Kolskegg en fiskurinn, sem var varlega áætlaður 20 pund, hafði betur. Rétti upp alla krókana og er væntanlega enn í ánni. Þessi sami veiðimaður fékk síðan 13 punda lax í Kvíslinni á Kröflu orange.

Jón Skelfir Ársælsson með fyrsta laxinn úr Kaldá en hann tók Kröflu orange.

Jón Skelfir Ársælsson með fyrsta laxinn úr Kaldá á Jöklusvæðinu en hann tók Kröflu orange á Sauðárbreiðu.

Við minnum veiðimenn á að Kröfluflugur fást bara í Veiðibúðinni Kröflu í Höfðabakka 3 og á Krafla.is  Einhverjar aðrar veiðivöruverslanir eru að selja lélegar eftirlíkingar af okkar flugum. Eftirlíkingar sem reiðir veiðimenn hafa komið með til okkar. Við tökum enga ábyrgð á ódýrum og lélegum eftirlíkingum sem aðrar búðir eru að selja. Við ítrekum að Kröfluflugur eins og þær eiga að vera fást einungis í Veiðibúðinni Kröflu í Höfðabakka 3.

Gestur Már Fanndal landaði mjög fallegri hrygnu úr Dalsárós á fyrstu vakt í opnun Víðidalsár sunnudaginn 24.júní síðastliðinn.  ,,Þetta var mjög sprækur lax og hann vó 13 pund (85 cm) og tók rauða Kröflu. Laxinn var mjög sterkur og viðureignin varaði í 40 mínútur," sagði Gunnar Már í samtali við Krafla.is

Gestur Már Fanndal fékk þennan 13 punda lax á rauða Kröflu í Dalsárós á opnunardeginum í Víðidalsá.

Gestur Már Fanndal fékk þennan 13 punda lax á rauða Kröflu í Dalsárós á opnunardeginum í Víðidalsá.

Kröfluflugur eru að virka vel í Fnjóská fyrir norðan sem og annars staðar. Kristján Hilmir Gylfason var þar á ferð fyrir nokkrum dögum á efsta svæði árinnar og setti í tvo laxa á Kolskegg á einni vakt. Ekki var kominn mikill fiskur á efsta svæði Fnjóskár á þessum tíma. Kolskeggur er hins vegar með bestu leitartækjum í laxveiðinni og Kristján fór ekki varhluta af því þennan dagpart í Fnjóskánni.

Kröfluflugurnar eru þekktar fyrir mikil gæði og góða endingu. Nýverið fréttum við af veiðimanni í Noregi em var við veiðar á sjóbirtingi. Hann notaði svarta SilungKröflu og eftir að hafa landað 32 sjóbirtingum var flugan enn sem ný.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík