Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Monthly Archives: July 2012

  • Stórlaxaævintýrið með Kröfluflugur heldur áfram - stórfrétt á leiðinni

    Þunga Iðu keilutúpan sem stórlaxinn tók í morgun, stærsti lax sumarsins til þessa. Þessi fluga fæst einungis í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.

    Þunga Iðu keilutúpan sem stórlaxinn tók í morgun, stærsti lax sumarsins til þessa. Þessi fluga fæst einungis í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.

    Við vorum rétt í þessu að frétta af  stórlaxi sem var að koma á land og er um að ræða stærsta lax sumarsins. Við vitum ekki sem stendur annað en að laxinn sem var 100 cm hængur tók þunga Iðu keilutúpu.

    Við eigum von á myndum og nánari fréttum og birtum nánari fréttir af þessum stórlaxi mjög fljótlega í dag.

    Þetta er þriðji stórlaxinn, 20 pund og stærri, sem kemur á land á Kröfluflugur á þremur dögum. Flugurnar sem laxarnir tóku fást aðeins í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabka 3.

  • 19 punda hrygna á Kolskegginn á Jöklusvæðinu

    Hörður Birgir Hafsteinsson búinn að góma risafiskinn á Jöklusvæðinu í gær og breski veiðimaðurinn er til vinstri.

    Hörður Birgir Hafsteinsson búinn að góma risafiskinn á Jöklusvæðinu í gær eftir stranga baráttu og breski veiðimaðurinn er til vinstri. Glæsileg hrygna sem reyndist vera gott 21 pund.

    Við hjá Kröflu höfum lengi haldið því fram að Kröfluflugurnar séu stórlaxaflugur og fjölmörg dæmi sanna það í gegnum áratugina. Enn eitt dæmið leit dagsins ljós á Jöklusvæðinu í gær þegar 19 punda hrygna tók Kolskegginn okkar með látum. Annan daginn í röð getum við sagt frá laxi við 20 pundin sem tók Kröfluflugu. Slíkt var mjög algengt í gamla daga þegar Kröfluflugurnar voru í aðalhlutverki á markaðnum hérlendis og það er greinilegt að Kröfluflugurnar eru að sækja mjög í sig veðrið í íslenkum veiðiám. Við minnum á að Kröfluflugur eins og þær eiga að vera fást eingöngu í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabkka 3.

    ,,Þetta var hörkuviðureign enda fiskurinn mjög stór og duglegur. Þetta var mjög falleg hrygna og ein sú fallegasta sem ég hef séð," sagði Hörður Birgir Hafsteinsson í samtali við Krafla.is en hann og breskur félagi hans voru við veiðar á Jöklusvæðinu í gær og lentu heldur betur í ævintýri.

    ,,Við vorum að veiða Fossárgrjótin í Jöklu þegar tröllið tók Kolskegg túpuna með miklum tilþrifum. Þetta var skemmtileg en erfið viðureign og rosalega gaman að sjá þennan fallega lax koma í háfinn. Við héldum fyrst að þetta væri hængur en þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta var líka þessi glæsilega hrygna," sagði Hörður Birgir.

    Fyrstu heimildir okkar sögðu að laxinn væri 21 pund en það hefur nú verið leiðrétt og er rétt þyngd 19 pund. Engu að síður einn stærsti laxinn sem komið hefur á land á þessari vertíð, ef ekki sá þyngsti. Laxinn er nú kominn í klakkistu og mun koma sér vel í kreistingum í haust og væntanlega skila hinu stórbrotna Jöklusvæði fjölmörgum afkomendum í framtíðinni.

    Opið er í dag, laugardag, í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3, til kl. 16.00.

  • 20 punda tröll á orange Kröflu í Breiðdalsá

    Borgar Antonsson með 98 cm laxinn sem var 50 cm í ummál og bókaður 20 pund í veiðibók Breiðdalsár eins og segir á Strengir.is

    Borgar Antonsson með 98 cm laxinn sem var 50 cm í ummál og bókaður 20 pund í veiðibók Breiðdalsár eins og segir á Strengir.is

    Breiðdalsá hefur gefið rúmlega 30 laxa það sem af er veiðitímanum. Af þessum 30 löxum eru 5 laxar á bilinu 90-98 cm og tveir þeir stærstu 98 cm eða um og yfir 20 pund.

    Í gær veiddist 98 cm lax í Gljúfrunum á orange Kröflu, þyngda kopartúpu. Þetta var afar falleg hrygna og var hún 50 cm í ummál. Á heimasíðu Strengja segir að laxinn hafi verið í það minnsta 20 pund og skráður þannig í veiðibók.

    ,,Þetta var vægast sagt skemmtilegt. Ég hitti kunningja minn í morgun sem er leiðsögumaður í veiðihúsinu við Breiðdalsá og hann gaf mér tvær þyngdar orange Kröflutúpur þar sem ég var búinn með mínar. Stuttu síðar fór ég út í á og þegar ég kom í Gljúfrið sá ég fljótlega laxa ofan af klettunum í um það bil 12-15 metra hæð. Ég setti strax orange Kröflutúpuna undir og kastaði ,,upstream". Í þriðja kastinu kom lax syndandi á ferðinni aftan að löxunum sem ég hafði séð þarn áður, snéri sér á leiðinni upp og negldi Kröfluna. Þetta var æðisleg sjón," sagði Borgar Antonsson, leiðsögumaður við Breiðdalsá í gær eftir viðureignina.

    Það er greinilegt að Kröfluflugurnar skila góðum árangri fyrir austan enda rómaðar stórlaxaflugur. Við tökum fram að Kröfluflugurnar, eins og þær eiga að vera, fást einungis í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.

    Þegar þetta er skrifað er góður gangur í Breiðdalsá. Á heimsíðu Strengja segir að laxarnir í Breiðdalsá séu í ,,góðum holdum og virðast koma vel aldnir af hafi. Fleiri stórlaxar hafa sést og líklega tímaspursmál hvenær 100 cm múrinn verður rofinn."

    Á morgun höldum við áfram með stórfiskasögur á Krafla.is og segjum frá einum stærsta fiski vertíðarinnar hingað til. Sá tók Kolskegg túpu með rosalegum látum. Nánar á morgun.

  • Fyrsti laxinn í Dunká tók Iðuna hjá Róberti

    Grétar Þorgeirsson leiðsögumaður og sonur hans Róbert með fyrstu tvo laxana sem komu á land í Dunká á Skógarströnd.

    Grétar Þorgeirsson leiðsögumaður og sonur hans Róbert með fyrstu tvo laxana sem komu á land í Dunká á Skógarströnd þann 1. júlí sl..

    ,,Þetta var mjög skemmtileg taka. Ég sá þegar hann kom og tók Iðuna með miklum látum." sagði veiðimaðurinn Róbert Grétarsson í samtali við Krafla.is en Róbert setti í og landaði fyrsta laxi sumarsins í Dunká á Skógarströnd. Áin var opnuð 1. júlí sl. og veiðimenn sem opnuðu ána í einn og hálfan dag fengu 3 laxa og misstu einn.

    Lítið vatn var í Dunká í opnuninni þrátt fyrir að áin hafi enn óvenjumikil mikil snjóalög til fjalla. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er nú með ána á leigu í fyrsta skipti og veitt er á tvær stengur. Áin býður upp á fallega flugustaði en einnig eru í ánni kjörnir staðir til maðkaveiði. Strax og vatn eykst í Dunká má reikna með að veiði taki verulega við sér, hafi það ekki þegar gerst. Töluvert er til af óseldum leyfum í Dunká í ágúst og september.

    Aðstaða við Dunká í veiðihúsi er til mikillar fyrirmyndar. Smíðaður hefur verið nýr pallur við húsið. Í því eru 3 herbergi og þar er allt til alls.

    Hér er Róbert nýbúinn að landa 5 punda hrygnu á litla þunga Iðu keilutúpu.

    Hér er Róbert nýbúinn að landa 5 punda hrygnu á litla þunga Iðu keilutúpu.

    Fyrstu tveir laxarnir komu úr efri veiðistaðnum á myndinni. Eins og sjá má var vatn lítið í ánni en það stendur eflaust til bóta.

    Fyrstu tveir laxarnir komu úr efri veiðistaðnum á myndinni. Eins og sjá má var vatn lítið í ánni en það stendur eflaust til bóta.

Hlutur 5 til 8 af 9

Síða:
  1. 1
  2. 2
  3. 3
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík