Jólagjöfin handa veiðimönnum sem eiga allt - 15% afsláttur til félaga í Kröfluklúbbnum
This entry was posted on 20. December 2012
.
Glæsilegt box með 26 Kröfluflugum sem fást einungis í Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3.
Fluguboxin okkar úr mahoný og íslenska birkinu eru að vekja mikla athygli veiðimanna fyrir þessi jól og þessi box sem fást hvergi annars staðar eru á óskalista allra veiðimanna. Við gröfum nöfn veiðimanna á boxin sem gerir gjöfina mjög persónulega og skemmtilega.
Í Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3 og á Krafla.is er langmesta úrval landsins af íslenskum flugum og Kröfluflugurnar okkar fást hvergi nema hjá okkur. Við bjóðum margar útfærslur af boxunum og við veljum flugur í boxin fyrir hvern og einn. Verð boxanna er því mjög breytilegt. Hér er komin afar falleg, íslensk og kærkomin jólagjöf fyrir alla fluguveiðimenn sem kannski eiga alla skapaða hluti. Félagar í Kröfluklúbbnum fá 15% afslátt.
Sjá nánar hér á Krafla.is undir flipanum ,,Flugubox".

Við gröfum nöfn veiðimanna á boxin eftir óskum hvers og eins.

Við getum grafið nánast hvað sem er á boxin sem gerir gjöfina í senn persónulega og skemmtilega.