Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Norðurá í 170 löxum og framhaldið lítur vel út

Einn af fyrstu löxum sumarsins hefur hér tekið Iðu túpu hjá Herði Birgi Hafsteinssyni stjórnarmanni SVFR á Bryggjunum.

Einn af fyrstu löxum sumarsins hefur hér tekið Iðu túpu hjá Herði Birgi Hafsteinssyni stjórnarmanni SVFR á Bryggjunum. 

Veiðimenn sem nú eru við veiðar í Norðurá láta vel af sér og eru allar aðstæður mjög góðar og útlitið gott.

Á meðal veiðimanna sem hófu veiðar á hádegi í gær, miðvikudag, er Jón G. Baldvinsson fyrrverandi formaður SVFR og formaður Árnefndar Norðurár, en fáir ef einhverjir þekkja Norðurá betur en hann. ,,Staðan er bara vel viðunandi. Við erum komnir með 14 eða 15 laxa á einhverjar 6 stangir eftir einn dag og það er töluvert af fiski gengið í ána og vatnið er mjög gott," sagði Jón í samtali við okkur á Krafla.is fyrir stundu.

Jón sagði áberandi hve fiskurinn væri miklu betur á sig kominn núna en í fyrra. ,,Þar er mikill munur á og það er allt annað að sjá þennan lax. Við fengum til dæmis í morgun lax sem var 66 cm langur en hann var góð 7 pund. Þetta lítur vel út hérna við Norðurá upp á framhaldið að gera og það er greinilega að ganga vel í hana af laxi. Fiskurinn er nokkuð vel dreifður og það eru komnir um 100 laxar upp fyrir teljarann við Glanna," sagði Jón G. Baldvinsson og bætti við að Kolskeggur og Kröflur hefðu gefið þó nokkra laxa af þeim sem þegar væru komnir á land.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík