Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Kolskeggur skilaði Kristjáni tveimur stórlöxum í Fnjóská

Kristján Hilmir með 17 punda laxinn úr Fnjóská sem tók þyngda Kolskegg keilutúpu.

Kristján Hilmir með 17 punda laxinn úr Fnjóská sem tók þyngda Kolskegg keilutúpu.

,,Þetta var alveg magnað og gaman að lenda í þessu. Væntingarnar voru kannski ekki alltof miklar vegna þess hve áin er vatnsmikil og verulega erfið viðureignar," sagði Kristján Hilmir Gylfason í samtali við Krafla.is en hann var að koma úr Fnjóská og lenti í skemmtilegum ævintýrum.

,,Það er bara fiskur eins og er á neðsta svæðinu í Fnjóská og fróðir menn telja að laxinn komist ekki ennþá upp af neðsta svæðinu vegna þess einfaldlega hve áin er straumhörð og vatnsmikil. Ég var ásamt félaga mínum í Kolbeinspolli og kastaði þar Kolskeggi og um var að ræða þyngda keilutúpu. Það leið ekki á löngu þar til 89 cm 14 punda lax negldi Kolskegginn og þetta var gríðarlega skemmtileg viðureign," sagði Kristján.

Kristján lét ekki þar við sitja. Í veiðistaðnum Rauðhyl setti hann í og landaði 94 cm og 17 punda hæng og sá tók einnig þungu keilutúpuna Kolskegg frá Kröflu. ,,Þetta er algjörlega mögnuð fluga. Ég var búinn að reyna ýmislegt annað með engum árangri og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kolskeggur skilar mér ótrúlegri veiði. Ég var í 40 mínútur að landa laxinum og hann var alveg ótrúlega sterkur. Ég er ekki þekktur fyrir að taka lítið á fiskum og ég tók mjög vel á honum með 14 feta tvíhendunni. Hann stóð sig hins vegar gríðarlega vel og barðist hetjulega," sagði Kristján sem þarna landaði sínum stærsta flugulaxi til þessa.

Úr Fnjóská eru komnir um 65 laxar það sem af er vertíð og aðeins um 10 laxar hafa tekið fluguna hjá veiðimönnum enda hefur vatnsmagnið í ánni í sumar sett verulegt strik í reikninginn. Líklegt er að áin fari nú að minnka verulega og þá mun laxinn dreifa sér betur um ána.

Við minnum á að flugan Kolskeggur fæst aðeins í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík