Fékk 33 laxa af 49 á tvö eintök af rauðu Kröflunni
This entry was posted on 19. July 2013
.Nú erum við búin að fá endanlegan botn í mikið Kröfluævintýri sem erlendur veiðimaður upplifði á bökkum Norðurár í vikunni. Eins og fram hefur komið er gríðarleg veiði í Norðurá og veiddi þessi umræddi veiðimaður alls 49 laxa. Af þeim fékk hann 33 á rauða Kröflu.
Leiðsögumaður veiðimannsins sem við töluðum við að veiðitúrnum loknum sagðist hafa átt eintak af rauðri Kröflu í formi þyngdrar túpu. Á þessa túpu fengu þeir um helming laxanna. Svo ólánlega vildi til að veiðimaðurinn festi fluguna í rafmagnslínu við Glitstaðabrúna og varð ekki hjá því komist að slíta. Nú voru góð ráð dýr. Þetta var síðasta Kraflan sem leiðsögumaðurinn hafði meðferðis.
Í framhaldinu hægðist mjög á tökum hjá okkar manni en þá þegar hafði flugan skilað honum 21 laxi. Um kvöldið var leiðsögumaðurinn ekki alls kostar sáttur og hóf mikla leit að rauðri Kröflu í öllum sínum boxum og hirslum. Að lokum fann hann eitt eintak og þetta seinna eintak af rauðu Kröflunni skilði veiðimanninum 12 löxum síðsta morguninn eða alls 33 löxum.
Sú staðreynd að tvær flugur skuli skila veiðimanni 33 löxum er frábær meðmæli með flugunni, ekki aðeins hönnun Kristjáns Gíslasonar heldur einnig framleiðslunni og gæðum hennar hjá Jóni Inga Ágústssyni. Við leyfum okkur að fullyrða að það sé nánast einsdæmi að tvær flugur skili svo svakalegum afla.
,,Ég hef lengi veitt á Kröfluflugurnar og þær hafa reynst mér ótrúlega vel. Þetta var alveg rosalegt með rauðu Kröfluna. Laxinn var algjörlega vitlaus í fluguna. Ég hef veitt rosalega mikið á Kröflurnar í sumar og á flest alla litina. Kröfluflugurnar allar eru langbestu flugurnar í dag að mínu mati, bæði hvað varðar gæði og hversu vel veiðist á þær."
Kröfluflugurnar fást aðeins í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabkka 3.