Margar glæsilegar jólagjafir hjá Kröflu - opið laugardag til kl. 16
This entry was posted on 13. December 2013.

Fallegt mahoný box frá Kröflu. Nokkuð sem alla veiðimenn dreymir um að eignast.
Við hjá Veiðibúðinni Kröflu bjóðum upp á mikið úrval góðra og fallegra jólagjafa fyrir veiðimenn og veiðikonur. Laugardaginn 14. desember verður opið hjá okkur í Höfðabakka 3 frá kl. 12 til 16.
Í Kröflu er mjög mikið úrval af fallegum íslenskum fluguboxum úr mahoný og birki. Við gröfum nöfn veiðimanna á boxin sem gerir gjöfina mjög persónulega. Í boxin setjum við síðan íslenskar flugur, íslenska hönnun. Verð boxanna er mjög mismunndi en fer eftir fjölda flugna sem í þeim eru. Við útbúum box eftir þörfum hvers og eins.
Laugardaginn 14. desember verðum við með fluguboxin okkar á 15% afslætti.
Auk boxanna bjóðum við landsins mesta úrval af íslenskum flugum og mikið af fallegum jólagjöfum fyrir veiðimenn. Allar nánari upplýsingar eru á Krafla.is

Við gröfum nöfn veiðimanna á tréboxin.
