Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Fréttir - Krafla.is

  • Kröfluflugur gefa góða veiði í Selá - 6 af 12 í Hítará í gær á Kröfluflugur

    Við höfum frétt af mörgum veiðimönnum sem hafa fengið fallega og góða veiði á Kröfluflugur undanfarna daga. Mikil laxgengd er þessa dagana í Selá í Vopnafirði og þar voru veiðimenn að setja í fallega laxa á Kröfluflugur.

    Lou Maroun með fallegan lúsugan lax úr Selá sem tók Grænfriðung.

    Lou Maroun með fallegan lúsugan tveggja ára lax úr Selá.

    Við fréttum til að mynda af konu frá Ítalíu sem veiddi 4 laxa á Kolskegg í gær og missti tvo á Iðu. Annar veiðimaður, Lou Maroun frá Bandaríkjunum, veiddi einnig vel og fékk meðal annars glæsilegan tveggja ára fisk á Grænfriðung og var sá fiskur í kringum 90 cm langur. Maroun veiddi fiskinn í Fossinum. Þá fréttum við af veiðimanni sem fékk Maríulaxinn sinn á Kolskegg á dögunum og var laxinn 80 cm langur.

    Aðeins er að lifna yfir veiðini í Hítará en ennþá vantar þó alvöru göngur í ána. Hollið sem var að veiðum í  gær veiddi 12 laxa og kom helmingur þeirra á Kröfluflugur. Laxarnir sex tóku Kröflu Eld, rauða Kröflu, gula Kröflu, Skrögg, Iðu og Kolskegg. Að auki misstu veiðimenn marga fiska en tökur voru fremur grannar í gær.

    Við minnum veiðimenn á að Kröfluflugurnar fást aðeins í Veiðibúðinni Krafla Höfðabakka 1.

    Hjördís með Maríulaxinn sinn úr Selá á dögunum. Laxinn var 80 cm og tók Kolskegg.

    Ágústa Dröfn með Maríulaxinn sinn úr Selá á dögunum. Laxinn var 80 cm og tók Kolskegg á Fossbreiðunni.

    Lou Maroun með laxinn glæsilega sem tók Grænfr

    Lou Maroun með laxinn glæsilega sem tók Grænfriðung.

  • ,,Ég hef aldrei séð meiri vilja hjá laxi að taka flugu"

    Verið að landa laxinum væna sem tók Kolskegg í veiðistaðnum Bálk í Hrútafjarðará á dögunum.

    Verið að landa laxinum væna sem tók Kolskegg í veiðistaðnum Bálk í Hrútafjarðará á dögunum. Mynd fengin á strengir.is

    Kolskeggur, eins og hann er seldur hjá Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3, er tvímælalaust að verða ein sterkasta laxveiðiflugan á markaðnum. Eru viðmælendur okkar jafnvel farnir að taka svo djúpt í árinni að fullyrða að ekkert vit sé í því fyrir veiðimenn að fara í veiðitúr án þess að hafa nokkur afbrigði af Kolskegg meðferðis.

    Kolskeggur, sem hannaður var árið 1970 af Stefáni Kristjánssyni, er mjög einföld fluga og ákveðnar aðstæður við hönnun flugunnar ollu því að svo varð að vera. Sannast enn að einfaldir og fallegir hlutir virka best. Eitthvað, sem ekki hefur enn verið útskýrt að fullu, gerir það að verkum að Kolskeggur ergir og hvetur laxinn og framkallar hjá honum meiri grimmd en hann sýnir mörgum öðrum flugum. Hér og að þessu sinni nefnum við tvö nýleg dæmi um það hve brjálaður laxinn verður í návist Kolskeggs.

    Og hér er Ómar Ómarsson búinn að landa hrygnunni fallegu sem var 90 cm löng.

    Og hér er Ómar Ómarsson búinn að landa hrygnunni fallegu sem var 90 cm löng. Mynd fengin af strengir.is

    Veiðimaður sem nýverið var við veiðar í Hrútafjarðará á dögunum sagði okkur veiðisögu. ,,Við vorum ekki búnir að fá neitt. Það var ekki mjög mikið af fiski í ánni og enginn var að fá neitt. Menn voru búnir að kasta öllum fluguboxunum og ekkert gerðist. Þá datt mér í hug að setja á létta Koskegg túpu sem ég hafði keypt mért í Veiðibúðinni Kröflu fyrir túrinn. Strax í öðru kasti varð ég var við fisk. Og í næsta kasti á eftir var hann á. Þvílíkur áhugi og grimmd í tökunni. Ég landaði laxinum og var alsæll. Félagi minn er meira fyrir maðkveiði en fluguveiði. Hann hafði ekki fengið neitt. Ég bað hann um að taka stöngina mína sem og hann gerði. Og viti menn. Annar lax þreif Kolskegginn með miklum látum og honum var líka landað. Þarna tókum við félagarnir tvo laxa í sama hylnum á stuttum tíma," sagði veiðimaðurinn. Enn og aftur sannast að Kolskeggur gerir ekki mikinn usla í hyljum þar sem hann er notaður og er alls ekki, frekar en aðrar flottúpur okkar, það sprengiefni sem til dæmis Sunray er í hyljunum.

    Kolskeggur er að margra mati ein allra sterkasta flugan á Íslandi í dag. Einföld hönnun árið 1970 og eitthvað er það í fasi flugunnar sem raskar ró laxins svo um munar.

    Kolskeggur er að margra mati ein allra sterkasta flugan á Íslandi í dag. Einföld hönnun árið 1970 og eitthvað er það í fasi flugunnar sem raskar ró laxins svo um munar.

    Hér er annað dæmi um ótrúlegan áhuga hjá laxi á Kolskeggi. Sviðið var Hólshylur í ofanverðum Norðurárdal fyrir tveimur vikum. Þegar veiðimenn sem hér voru í aðalhlutverki voru á ferð við Hólshyl hafði ekki enn veiðst lax á ofanverðum dalnum. Veiðimaður var með leiðsögumanninum Grétari Þorgeirssyni. Eftir ágætt kast sýndi lax Kolskeggnum strax áhuga. Í öðru kasti var strax ráðist á Kolskegginn en laxinn hitti ekki fluguna. Sekúndum síðar var gerð önnur árás en enn hitti laxinn ekki fluguna. Þriðja árásin mistókst einnig. Þá sagði leiðsögumaðurinn veiðimanninum að hætta að draga Kolskegginn að sér. ,,Láttu hann bara liggja, hann kemur í hana." Sekúndu síðar skilaði fjórða árásin í einu og sama rennslinu árangri þegar 5 punda hrygnan straujaði Kolskegginn rétt rúmri stangarlengd frá veiðimanninum og var landað skömmu síðar. ,,Þetta var hreint ótrúleg sjón og án nokkurs vafa er þetta mesti vilji sem ég hef séð hjá laxi að taka flugu á mínum ferli sem veiðimaður og hef ég nú orðið vitni að hinu og þessu," sagði Grétar Þorgeirsson í samtali við Krafla.is

  • ,,Og eftir stóð ég nötrandi, en þvílík sjón" - veiðisögur úr Norðurá og Straumum

    Jóhann Gunnar Arnarsson með 82 cm lax sem tók bláa Kröflu á dögunum í Straumunum.

    Jóhann Gunnar Arnarsson með 82 cm lax sem tók bláa Kröflu á dögunum í Straumunum.

    Einn fjölmargra veiðimanna sem reynt hefur Kröfluflugur í sumar er Hörður Vilberg, mikill fluguveiðimaður og stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Hörður hefur í sumar fengið að reyna að Kröfluflugurnar vekja áhuga laxa hvar sem þær fara. Iða, Kolskeggur og blá Krafla hafa komið við sögu hjá honum og veiðifélaga hans það sem af er sumri eins og lesa má um hér.

    ,,Ég var í opnunarhollinu í Norðurá og náði þar að espa fisk upp á Stokkhylsbrotinu til að elta Kolskegg.  Ég var á leið heim að kvöldi, hálfnaður upp himnastigann frá hylnum, þegar ég ákvað að doka við og horfa yfir veiðistaðinn. Þá sá ég lax stökkva og ákvað að  hlaupa niður aftur og reyna Kolskegg á flotlínu þó svo að lofthitinn væri að detta niður í þrjár gráður, sólin að setjast og vatnshitinn væri á svipuðum slóðum. Í öðru kasti kom lax á eftir flugunni í þrígang, þvílíkur öldugangur! Hann rétt glefsaði í fluguna í þriðja skiptið og eftir stóð ég nötrandi en þvílík sjón. Þetta er mér afar minnisstætt," segir Hörður.

    Hann átti síðan leið í Straumana á dögunum og sá þá að 2 af fyrstu 8 löxunum í Straumunum höfðu komið á Iðu. ,,Ég reyndi hana efst í Straumunum, hálf-tommu keilu, og hún var ekki búin að vera lengi útí þegar ég sett í stærðar lax. Ég tosaðist á við hann í 10 mínútur. En hann tók grannt og eftir þrjár rokur lak hann af. Stuttu áður hafði félagi minn Jóhann Gunnar Arnarsson sett í og landað á sama stað  82 cm laxi á Bláa Kröflu. Fiskinum var að sjálfsögðu sleppt en tökustaðinn var út af svokölluðum Silungagarði," sagði Hörður Vilberg og var ánægður með frammistöðu Kröfluflugnanna. ,,Ég á eftir að reyna Kröfluflugurnar betur í sumar og ég er þess full viss að næsta fiski sem fellur fyrir þeim verður landað," sagði Hörður.

    Jóhann Gunnar Arnarsson togast á við laxinn í Straumunum. Laxinn tók bláa Kröflu en hún hefur oft reynst veiðimönnum vel sem hana reyna.

    Jóhann Gunnar Arnarsson togast á við laxinn í Straumunum. Laxinn tók bláa Kröflu en hún hefur oft reynst veiðimönnum vel sem hana reyna.

  • Mjög góð veiði í Langá á Kröfluflugurnar

    Mynd frá Langá í fyrra. Veiðimaðurinn heitir Hrefna og laxinn tók Kolskegg.

    Mynd frá Langá í fyrra. Veiðimaðurinn heitir Hrefna og laxinn tók Kolskegg.

    ,,Það hefur verið heldur rólegt yfir Langá undanfarna daga en hollið sem ég var í fékk nálægt 25 löxum. Það verður að teljast viðunandi miðað við laxamagnið sem var í ánni. Af þessum löxum sem hollið fékk voru 20 á Kröfluflugur og flestir fiskarnir komu á Kolskegg," sagði leiðsögumaður við Langá í samtali við Krafla.is

    Flugurnar okkar eru að gera það gott og Langá ein af mörgum þar sem fréttir berast af góðri veiði á okkar flugur. Veiði er mun lakari í Langá núna miðað við sama tíma undanfarin ár eins og í mörgum ám. Nýjar fréttir frá Norðurá gefa þó fyrirheit um að betri tímar séu í vændum og veiðimenn við Langá eiga örugglega eftir að lenda í mörgum ævintýrum í sumar.

    Við minnum á að Kolskegg í mörgum útfærslum fá veiðimenn aðeins í Veiðibúðinni Krafla í Höfðabakka 3.

    Hafsteinn Orri Yngvason með lax úr Langá sem tók Kolskegg. Myndin er ekki ný.

    Hafsteinn Orri Yngvason með lax úr Langá sem tók Kolskegg. Myndin er ekki ný.

Hlutur 93 til 96 af 203

Síða:
  1. 1
  2. ...
  3. 22
  4. 23
  5. 24
  6. 25
  7. 26
  8. ...
  9. 51
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík