Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Fréttir - Krafla.is

  • 20 punda tröll á orange Kröflu í Breiðdalsá

    Borgar Antonsson með 98 cm laxinn sem var 50 cm í ummál og bókaður 20 pund í veiðibók Breiðdalsár eins og segir á Strengir.is

    Borgar Antonsson með 98 cm laxinn sem var 50 cm í ummál og bókaður 20 pund í veiðibók Breiðdalsár eins og segir á Strengir.is

    Breiðdalsá hefur gefið rúmlega 30 laxa það sem af er veiðitímanum. Af þessum 30 löxum eru 5 laxar á bilinu 90-98 cm og tveir þeir stærstu 98 cm eða um og yfir 20 pund.

    Í gær veiddist 98 cm lax í Gljúfrunum á orange Kröflu, þyngda kopartúpu. Þetta var afar falleg hrygna og var hún 50 cm í ummál. Á heimasíðu Strengja segir að laxinn hafi verið í það minnsta 20 pund og skráður þannig í veiðibók.

    ,,Þetta var vægast sagt skemmtilegt. Ég hitti kunningja minn í morgun sem er leiðsögumaður í veiðihúsinu við Breiðdalsá og hann gaf mér tvær þyngdar orange Kröflutúpur þar sem ég var búinn með mínar. Stuttu síðar fór ég út í á og þegar ég kom í Gljúfrið sá ég fljótlega laxa ofan af klettunum í um það bil 12-15 metra hæð. Ég setti strax orange Kröflutúpuna undir og kastaði ,,upstream". Í þriðja kastinu kom lax syndandi á ferðinni aftan að löxunum sem ég hafði séð þarn áður, snéri sér á leiðinni upp og negldi Kröfluna. Þetta var æðisleg sjón," sagði Borgar Antonsson, leiðsögumaður við Breiðdalsá í gær eftir viðureignina.

    Það er greinilegt að Kröfluflugurnar skila góðum árangri fyrir austan enda rómaðar stórlaxaflugur. Við tökum fram að Kröfluflugurnar, eins og þær eiga að vera, fást einungis í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.

    Þegar þetta er skrifað er góður gangur í Breiðdalsá. Á heimsíðu Strengja segir að laxarnir í Breiðdalsá séu í ,,góðum holdum og virðast koma vel aldnir af hafi. Fleiri stórlaxar hafa sést og líklega tímaspursmál hvenær 100 cm múrinn verður rofinn."

    Á morgun höldum við áfram með stórfiskasögur á Krafla.is og segjum frá einum stærsta fiski vertíðarinnar hingað til. Sá tók Kolskegg túpu með rosalegum látum. Nánar á morgun.

  • Fyrsti laxinn í Dunká tók Iðuna hjá Róberti

    Grétar Þorgeirsson leiðsögumaður og sonur hans Róbert með fyrstu tvo laxana sem komu á land í Dunká á Skógarströnd.

    Grétar Þorgeirsson leiðsögumaður og sonur hans Róbert með fyrstu tvo laxana sem komu á land í Dunká á Skógarströnd þann 1. júlí sl..

    ,,Þetta var mjög skemmtileg taka. Ég sá þegar hann kom og tók Iðuna með miklum látum." sagði veiðimaðurinn Róbert Grétarsson í samtali við Krafla.is en Róbert setti í og landaði fyrsta laxi sumarsins í Dunká á Skógarströnd. Áin var opnuð 1. júlí sl. og veiðimenn sem opnuðu ána í einn og hálfan dag fengu 3 laxa og misstu einn.

    Lítið vatn var í Dunká í opnuninni þrátt fyrir að áin hafi enn óvenjumikil mikil snjóalög til fjalla. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er nú með ána á leigu í fyrsta skipti og veitt er á tvær stengur. Áin býður upp á fallega flugustaði en einnig eru í ánni kjörnir staðir til maðkaveiði. Strax og vatn eykst í Dunká má reikna með að veiði taki verulega við sér, hafi það ekki þegar gerst. Töluvert er til af óseldum leyfum í Dunká í ágúst og september.

    Aðstaða við Dunká í veiðihúsi er til mikillar fyrirmyndar. Smíðaður hefur verið nýr pallur við húsið. Í því eru 3 herbergi og þar er allt til alls.

    Hér er Róbert nýbúinn að landa 5 punda hrygnu á litla þunga Iðu keilutúpu.

    Hér er Róbert nýbúinn að landa 5 punda hrygnu á litla þunga Iðu keilutúpu.

    Fyrstu tveir laxarnir komu úr efri veiðistaðnum á myndinni. Eins og sjá má var vatn lítið í ánni en það stendur eflaust til bóta.

    Fyrstu tveir laxarnir komu úr efri veiðistaðnum á myndinni. Eins og sjá má var vatn lítið í ánni en það stendur eflaust til bóta.

  • Stórkostleg laxveiði á Krókinn og Mýsluna

    18 punda hængur sem Magnús Ólason veiddi í Vatnsdalsá. Ef grannt er skoðað má sjá Krókinn nr. 10 þar sem hann situr í miðju kjaftvikinu.

    18 punda hængur sem Magnús Ólason veiddi í Vatnsdalsá. Ef grannt er skoðað má sjá Krókinn nr. 10 þar sem hann situr í miðju kjaftvikinu.

    Við höfum stundum hér á Krafla.is fjallað um laxa- og silungaflugur og hvort ekki mega nota silungaflugur svokallaðar í laxveiði og öfugt. Við fengum á dögunum senda skemmtilega frásögn Magnúsar Ólasonar frá ævintýrum hans á bökkum Vatnsdalsár. Þar var Magnús mættur á bakka stórlaxaár með silungaflugur að vopni og ekki í fyrsta skipti.

    Magnús komst svo að orði í pistli sínum til okkar sem við þökkum kærlega fyrir: ,,Um leið og ég þakka sendinguna (pöntun mín á Krafla.is) (með 3 aukaflugum) langaði mig að segja þér frá reynslu minni af Króknum. Ég hafði hlakkað til að segja Gylfa (heitnum) Kristjánssyni, höfundi Króksins, frá ævintýri í Vatnsdalnum í Laxá í Mývatnssveit sl. sumar, en við höfðum verið í sama holli síðustu árin hans þar.

    Ég hafði mokað upp bleikju (og 2-3 löxum) á Mýsluna eftir að ég komst upp á lagið með andstreymisveiði 2003-4. Ég byrjaði svo með Krókinn 2005 eða 6 og það var algjör veisla, ca 30 bleikur á dag og einstaka lax (óvart!). Fyrsta árið mitt í laxveiði var 2007 og þá líka í Vatnsdalsá. Ég fékk 2 laxa - og báða á Krókinn! Það var ekki nýtt fyrir mig, en annar var 18 pund (96 cm) og það var ekki óvart, því ég hafði séð hann og hann var á í 3ja kasti andstreymis með fimmu! Mögnuð fluga og magnaður fiskur!!"

    Magnús Ólason með 18 pundarann sem tók ,,silungafluguna"  Krókinn.

    Magnús Ólason með 18 pundarann sem tók ,,silungafluguna" Krókinn.

    Svo mörg voru þau orð. Það er ekki bara í silungsveiðinni sem Krókurinn og Mýslan eru afburðaflugur. Laxarnir vilja þær ekki síður og sjóbirtingarnir.

    Ef veiðimenn sem þetta lesa hafa áhuga á að eignast þessar flugur eins og þræ eiga að vera fást þær eingöngu í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabkka 3.

    Og hér syndir höfðinginn burt að lokinn löndun og myndatöku.

    Og hér syndir höfðinginn burt að lokinn löndun og myndatöku.

  • Frábær opnun við Iðu í gær- 5 fyrstu laxarnir á Skrögg

    Jón Hilmarsson með fallegan lax sem tók Ólsen Ólsen á Iðu. Myndin er ekki ný.

    Jón Hilmarsson með fallegan lax sem tók Ólsen Ólsen á Iðu. Myndin er ekki ný.

    Veiðisvæðið við Iðu var opnað í gær, 24. júní. Er skemmst frá því að segja að okkar maður á staðnum sagði opnunardaginn hafa verið þann skemmtilegasta á svæðinu í græíðarlega mörg ár en alls komu 10 laxar á land og menn voru líka í Því að missa marga laxa.

    ,,Þetta var stórkostlegur dagur. Minnti mann á Iðuna eins og hún var í gamla daga.Það var lax á lofti um allt og við vorum að fá fiska á öllu svæðinu sem var óvenjulega glæsilegt. Má segja að svæðið sé nú allt einn samfelldur veiðistaður frá efri eyrinni og niður fyrir stóru eyrina, ein allsherjar djúp renna" sagði Skúli Sigurðsson í samtali við okkur í dag en hann var í opnunarhollinu.

    ,,Sköruggurinn var að gefa bestu veiðina hjá okkur en það komu 5 laxar á Skrögg þunga 1" keilutúpu og í það minnsta einn á Kolskegg þunga keilutúpu. Vatnið var mjög gott og sérstaklega í Stóru Laxá. Reyndar voru aðstæður mjög erfiðar veðurfarslega séð en það var mikið sólskyn og mjög heitt. Menn voru berir að ofan í vöðlunum. Þetta var stórkostlegur dagur. Sérstaklega fyrri parturinn en þá var rosalega mikið líf á svæðinu. Seinni partinn eftir hvíld var líka líf og fjör. Stærsti fiskurinn var 90 cm langur og annar 87 cm. Þetta voru alvöru Iðufiskar eins og þeir gerast bestir, mjög vel haldinn spikfeitur lax. Síðan komu tveir smálaxar af minni gerðinni sem voru greinilega á leiðinni upp í Tungufljót," sagði Skúli.

    Þessar fréttir af Iðu eru mjög sérkennilegar fyrir margra hluta sakir. Iðuveiðin hefur jafnan verið mjög róleg til að byrja með í júní og kannski fyrri part júlí. Hafa ekki borist svona líflegar fréttir af opnun Iðu í einhverja áratugi. Sá sem þetta skrifar hefur veitt við Iðu í rúm 40 ár og man ekki eftir annarri eins veiði í opnun við Iðu.

    Fiskurinn virðist vera mjög vel haldinn og veiðimenn í gær voru að missa stóra laxa, alveg fast að 16-18 pundum. Það er greinilegt eftir þennan opnunardag í gær að eitthvað er öðruvísi við Iðu núna í byrjun vertíðar en verið hefur mörg undanfarin ár. Ein skýringin gæti verið að fiskur hafi safnast saman á Iðusvæðinu vegna þess að Stóra Laxá hafi einfaldlega verið alltof heit. Það var mikið vatn í Stóru Laxá í gær og sagði Skúlu að nánast allt vatn hennar hafi runnið utan við stóru eyrina. Það vita þeir sem til þekkja að eru góðar fréttir og vonandi heldur Stóra Laxá sig á þeim slóðum í sumar. Líka hjálpar til ef Hvítá er ekki mikil eins og í gær.

    Það eru miklar gleðifréttir fyrir unnendur svæðisins við Iðu ef svæðið hefur breytt sér til hins betra frá síðustu árum. Iðusvæðið breytir sér mikið milli ára og sandburður á svæðinu getur afrekað miklu á stuttum tíma, jafnvel tveimur til þremur vikum.

Hlutur 65 til 68 af 203

Síða:
  1. 1
  2. ...
  3. 15
  4. 16
  5. 17
  6. 18
  7. 19
  8. ...
  9. 51
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík