Fréttir - Krafla.is
-
14 punda sjóbirtingur negldi gulu Kröfluna
Veiðimenn lenda oft í óvæntum uppákomum í veiðinni og Logi Sveinsson er þar engin undantekning. Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní sl., var hann á ferð í Skagafirði og datt í hug að kíkja við í Húseyjarkvísl en félagar hans voru þar við veiðar.
Loga datt í hug að leita að nýgengnum laxi á svæðinu eins og öðrum veiðimönnum á þessum tíma en hann komst fljótlega að því að önnur fiskitegund var enn á sveimi í ánni. Skipti engum togum að 14 punda sjóbirtingur negldi gula Kröflu sem Logi var með á taumendanum og var takan mikil árás. Rauk fiskurinn langt niður á unduirlínu og var viðureignin hin skemmtilegasta.
-
Sáu 3 laxa í opnun Flóku og þeir tóku allir Kolskegg
Flóka í Borgarfirði var opnuð sl. laugardag og var afraksturinn einn lax eftir að veiðimenn höfðu staðið fyrstu tvær vaktirnar en áin var opnuð klukkan fjögur á, laugardag.
Guðjón Gunnar Ögmundsson veiddi fyrsta laxinn í Flóku þetta sumarið á Pokabreiðunni og tók fiskurinn Kolskegg, þunga 1/4" túpu með keilu. ,,Ég var búinn að sjá fiskinn en hann lá ofarlega á Pokabreiðunni. Strax þegar Kolskeggurinn kom til hans þreif hann fluguna með miklum látum og þetta var skemmtileg barátta við nýgenginn smálax," sagði Guðjón í samtali við Krafla.is í kvöld.
Skömmu síðar sást annar fiskur á svipuðum slóðum. Kristín Guðjónsdóttir kastaði þá Kolskegg á fiskinn sem réðst á Kolskegginn með miklum tilþrifum. Þetta var tveggja ára fiskur sem hafði betur eftir nokkra baráttu.
Að morgni sunnudags setti Guðjón Gunnar síðan í lax í Hjálmsfossi á Kolskegg en hann slapp eftir snarpa baráttu. Laxinn tók einnig Kolskegg. ,,Við sáum þrjá laxa þessa tvo hálfu daga og þeir tóku allir Kolskegginn. Þetta er gersamlega eitruð fluga," sagði Guðjón Gunnar.
Ekki urðu veiðimenn varir við mikið af fiski í Flóku í gær en einn og einn fiskur er greinilega genginn í ána. Getur varla verið að margir dagar líði þar til kröftugar göngur gera vart við sig. Þeir sem opnuðu Flókuna í gær sögðust hafa orðið varir við fisk í Brúarhyl auk þess að sjá fiska á Pokabreiðunni en ekki sást til fiska á hefðbundnum gjöfulum stöðum snemmsumars eins og Hundsfossi og Rang.
-
Fyrstu tveir laxar sumarsins í Hítará tóku Kröfluflugur
Hítará var opnuð í gær, laugardag og tókst veiðimönnum að landa tveimur löxum þrátt fyrir erfiðar aðstæður en mjög mikið rok var við Hítará í gær og gerði mönnum lífið leitt.
Björn Bergsteinn Guðmundsson veiddi fyrsta lax sumarsins á 1/2" þyngda Skröggtúpu með keilu á Breiðinni. Var fiskurinn mjög sprækur enda 11 punda tveggja ára fiskur á ferðinni. Annar fiskur kom á land á sama stað í gær. Guðbjörg Alfreðsdóttir veiddi hann á sama stað og tók fiskurinn Iðu túpu. Var um smálax að ræða en áður hafði Guðbjörg misst vænan tveggja ára lax sem einnig tók Iðuna.
,,Þetta var mjög erfitt og rokið var mikið. Það er eitthvað komið af laxi í Hítará og ef rokið minnkar verður þetta viðráðanlegra," sagði Sigurður Hauksson í samtali við Krafla.is í gærkvöldi en hann er í opnunarhollinu sem lýkur veiði á hádegi á mánudag.
Kröfluflugurnar voru því að gera það mjög gott í gær í Hítará og Flóku eins og sjá má hér á síðunni.
Við eigum von á myndum frá opnun Hítarár og birtum þær um leið og tækifæri gefst.
-
Opið til klukkan fjögur í dag - önnur sending af Echo stöngum væntanleg
Echo stangirnar hafa vakið mikla athygli hjá okkur það sem af er sumri og ekki síst verðið sem er viðráðanlegt fyrir alla. Úrvalið af Echo stöngunum er mikið, lengdir frá 6,6 fetum til 15 feta og allir veiðimenn ættu að geta fundið frábæra stöng við sitt hæfi.
Viðtökur veiðimanna hafa verið á einn veg og önnur sending af Echo stöngunum er væntanleg fljótlega. Miðað við mikil gæði Echo stanganna er verðið ótrúlega gott og hefur komið mörgum á óvart. Echo stangirnar eru fyrir alla veiðimenn en ekki einungis hátekjufólk.
Flugur okkur hafa rokselst það sem af er sumri og margar spennandi nýungar í 8 metra löngu fluguborði okkar þegar farnar að gera það gott.
Við erum búin að opna í dag og Veiðibúðin Krafla Höfðabakka 3 verður opin til fjögur í dag. Við erum með heitt á könnunni og bjóðum alla veiðimenn velkomna sem vilja kíkja til okkar.