Fréttir - Krafla.is
-
Nokkrir dagar í fyrsta veiðidaginn
Segja má að veiðitímabilið hér á landi hefjist 1. apríl og eru því fyrstu veiðidagar ársins skammt undan. Vorveiðin er eftirlæti margra veiðimanna en kannski ræður spenna og óþolinmæði för frekar en tilhlökkunin sem einkennir andrúmsloftið fyrir fyrstu veiðitúra sumarsins í júní.
Hefðbundnar veiðislóðir opna 1. apríl, Varmá við Hveragerði og síðan ýmis sjóbirtingssvæði á sunnanverðu landinu. Þar hefur oft verið líflegt í opnunum og ef veðurguðirnir verða til friðs má búast við skemmtilegri veiði.
Við minnum fluguveiðimenn á að hjá okkur í Veiðibúðinni Kröflu við Höfðabakka 3, veiðibúð allra fluguveiðimanna, er til mikið af sterkum og gjöfulum sjóbirtingsflugum sem reynst hafa frábærlega í gegnum árin. Einnig erum við með allar aðrar vörur sem fluguveiðimenn þurfa á að halda fyrir fluguveiðina.
Við hér á Krafla.is munum fylgjast með fréttum af vorveiðinni og birta myndir og fréttir um leið og þær berast okkur.
-
Frábærar flugur í sjóbirting - 15 punda birtingströll á Grýluna
,,Þetta er búið að vera mjög gott hjá okkur. Við höfum verið að prófa nokkrar flugur frá Krafla.is sem við höfum kannski ekki mikið notað áður og þær eru að þrælvirka svo ekki sé meira sagt. Við erum til dæmis búnir að fá nokkra mjög fallega sjóbirtinga á Grýluna sem við höfum ekki notað mikið til þessa og eins er Krókurinn að gefa. Stærsti sjóbirtingurinn er 15 pund, svakalega fallegur og mikill fiskur. Hann tók Grýluna sem er greinilega rosalega sterk í sjóbirtinginn ekki síður en laxinn," sagði Sævar Hafsterinsson í Mokveiðifélaginu en hann er núna við veiðar ásamt félögum sínum í Húseyjarkvísl í Skagafirði.
,,Það er eiginlega sama hvaða flugu við höfum reynt frá Krafla.is Þær eru allar að virka. Við höfum verið að fá fiska á Kröflur, Kolskegg, Skrögg, Iðuna og Grýlu ásamt fleirum. Við erum mjög ánægðir með veiðina þrátt fyrir að það sé kalt og veiðitíminn sé farinn að styttast verulega," sagði Sævar.
Iðan hefur líka verið að gefa frábæra veiði. Félagarnir eru komnir með 5 laxa og minnsta kosti 4 af þeim tóku Iðu flottúpuna frá okkur á Krafla.is í Höfðabakka 3. Iðan hefur líka gefið frábæra veiði í sjóbirtingi. Af gefnu tilefni vörum við veiðimenn við lélegum eftirlíkingum sem eru til sölu í öðrum veiðibúðum og á þeim flugum tökum við enga ábyrgð. Ef veiðimenn hafa áhuga á sterkum og gjöfulum flugum frá okkur þá eru þær eingöngu til sölu á Krafla.is og í verslun okkar að Höfðabakka 3.
-
Kolskeggur skilaði óðum fluguveiðimönnum 7 löxum af 10 í Stóru Laxá
Stóra Laxá í hreppum er að vakna til lífsins en áin hefur verið afskaplega döpur í sumar og varla runnið langtímum saman sökum vatnsleysis.
Vel skipað holl veiðimanna sem var við veiðar í Stóru Laxá á dögunum á svæði 1 og 2 fékk 10 laxa. Tilheyrðu veiðimenn þessir veiðifélaginu Óðfluga. Einn félaganna sendi okkur pistil og sagði meðal annars: ,,Við félagarnir vorum í Stóru Laxá á svæði 1-2 og lönduðum 10 löxum og voru flestir laxarnir teknir á stórhættulegu fluguna Kolskegg sem laxarnir greinilega standast ekki og svo kom einn lax á Skrögginn. Það voru prófaðar allar flugur í boxunum en þegar Kolskeggurinn mætti á svæðið þá bara gerðist eitthvað. Við þökkum kærlega fyrir okkur."
-
Annað tröllið á Skrögg í sumar - 24 punda lax hjá Þorsteini
Þorsteinn Frímann Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og landaði 24 punda laxi á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal í gær. Laxinn tók stórlaxafluguna Skrögg frá okkur hér á Krafla.is í formi flottúpu. Þetta er annað tröllið sem fæst á Skrögginn í sumar en Elvar Örn Friðriksson veiddi 23 punda lax á Nessvæðinu á Skrögg fyrr í sumar.
Þorsteinn var við veiðar nýverið á Nessvæðinu ásamt þremur félögum sínum í Mokveiðifélaginu og voru þeir með tvær stengur í þrjá daga. Samtals fengu þeir 14 laxa og allir tóku laxarnir flugur frá Krafla.is Voru þeir félagar fengsælastir veiðimanna í hollinu og afar sáttir við túrinn. Þorsteinn veiddi 24 punda laxinn á einhendu og var frekar snöggur að landa tröllinu eða um 20 mínútur. Samkvæmt heimildum okkar vakti framganga þeira félaga nokkuð mikla athygli nyrðra. Mættu þeir til leiks vopnaðir einhendum og nánast eingöngu með flugur frá Krafla.is En allt gekk þetta svona ljómandi vel og þegar veiðitúrnum var lokið gáfu þeir félagar ákveðnum mönnum flugurnar sem höfðu kannski ekki haft mjög mikla trú á þeim í upphafi veiðiferðarinnar.
Laxarnir 14 tóku eftirtaldar flugur: Skröggur 4 laxar, Kolskeggur 3 laxar, Krafla rauð 2 laxar, Iða 3 laxar, Krafla gul 1 lax og Krafla orange 1 lax.
Sannast hér enn og aftur að flugurnar frá okkur á Krafla.is veiða afar vel ef þær eru reyndar og oft betur en aðrar flugur. Skilyrði er þó að flugurnar sé ættaðar frá okkur en ekki sé um lélegar og ljótar eftirlíkingar að ræða. Á þeim tökum við alls enga ábyrgð. Viljum við skora á fluguveiðimenn sem sjá flugur okkar í öðrum verslunum en hjá okkur að Höfðabakka 3 að spyrjast fyrir um uppruna flugnanna.
Myndirnar eru fengnar frá Mokveiðifélaginu.