Fréttir - Krafla.is
-
Náði 8 löxum í Grímsá og allir tóku gulu Kröfluna
Kröfluflugurnar hafa verið í gríðarlegri sókn í sumar og án afláts heyrum við sögur af góðri veiði á Kröflurnar. Hér á eftir fara nokkrar þær nýjustu.
,,Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Gula Kraflan hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér eftir að ég byrjaði að nota hana fyrir alvöru í fyrra. Ég var nýlega við veiðar í Grímsá og ég náði þar 8 löxum og allir tóku þeir gulu Kröfluna, hálftommu keilutúpu," sagði Grétar Þorgeirsson í samtali við okkar á Krafla.is
,,Ég hef fengið mjög góða veiði á Kröfluflugurnar og þær eru alltaf að verða fyrirferðarmeiri í mínum boxum. Gula Kraflan hefur reynst mér afar vel svo ég tali nú ekki um Kolskegg," sagði Grétar.
Árni Friðleifsson var við veiðar á svæði 1 og 2 í Stóru Laxá fyrir nokkru en þeir félagar veiddu aðeins eina vakt eða einn seinni part. ,,Þetta gekk ótrúlega vel og það var mikið af laxi á svæðinu. Við fengum um 25 laxa og þar af voru 13 á Kröflur. Sá stærsti var 90 cm og tók hann gula Kröflu," sagði Árni sem er vel kunnugur á þessum slóðum og félagar hans voru einnig vanir menn á svæðinu.
,,Þetta gekk ágætlega hjá okkur. Við náðum 5 löxum og 16 sjóbirtingum og við misstum mjög marga laxa. Og að venju voru það Kröflurnar sem voru að gefa okkur alla veiðina," sagði Sævar Örn Hafsteinsson í samtali við Krafla.is en hann var þá nýkominn úr veiðitúr í Húseyjarkvísl. Það voiru Krafla orange og Krafla Eldur sem voru að reynast okkur best í þessum túr," sagði Sævar Örn. Nánari fréttir af þessum veiðitúr má finna á www.veidimenn.com
-
Nýtt glæsilegt Sportveiðiblað
Haustblað Sportveiðiblaðsins hefur litið dagsins ljós og er glæsilegt blað að vanda. Blaðið er stútfullt af skemmtilegu efni. Burðarefnið eru skemmtileg viðtöl við Pétur Jóhann Sigfússon grínista og Sjöfn Jóhannesdóttur í Heydölum en hún er eiginkona séra Gunnlaugs Stefánssonar.
Þá má nefna fróðlegt viðtal við Lárus Gunnsteinsson en hann er stjórnarformaður Lax ehf. og snýst viðtalið að mestu um veiðileyfamarkaðinn. Fjallað er um gerð nýrra veiðimynda og veiðistaðalýsing á Tungufljóti. Umfjöllun um skotveiði er einnig á sínum stað í blaðinu og er farið á hreindýraveiðar.
Blaðið er rúmlega 80 síður og er blaðið mjög skemmtilegt aflestrar og ætti að gleðja alla veiðimenn.
-
Laxar á Kröflur og Kolskegg í Aðaldalnum - Norðurá lokað í flóði eftir að vatnsmagn sexfaldaðist í gær - fréttir héðan og þaðan
Veiði lauk í Norðurá í gærkvöld og þá skildi þessi mikla perla, sem verið hefur vatnslítil og vatnslaus megnið af sumrinu, við síðustu veiðimenn sumarsins í lituðu flóðvatni. Var áin orðin foráttumikil og mórauð áður en veiðitíma lauk í gær. Lokatölur úr Norðurá eru mjög nálægt 2408 löxum sem er nokkru minni veiði en í fyrra en samt merkilega góð og í raun frábær veiði miðað við aðstæður í sumar.
Svo miklir voru vatnavextir í Norðurá í gær eftir að fór að rigna að vatnsmagn árinnar sexfaldaðist á einum sólarhring. Rennsli Norðurár var um 6 rúmmetrar á miðnætti í gær en í þessum skrifuðu orðum sólarhring síðar er rennsli Norðurár 36 rúmmetrar. Sannarlega grátlegt að loksins komi ákjósanlegt vatn í ána þegar veiðitíma er lokið.Breyta
Fram á síðustu veiðidaga var nýr lax að ganga í Norðurá. Til að mynda veiddist 4 punda nýgengin hrygna í Krossholu við Laxfoss þann 7. september. Svo silfurgljáandi var laxinn að veiðimenn leituðu að lús en fundu ekki. Þá sáu veiðimenn nýgenginn og bjartan lax stökkva í Neðristreng á svæðinu í Munaðarnesi sama dag og daginn eftir. Einnig varð vart við hóp nýrra laxa í Myrkhyl.
,,Þetta var æðislegur veiðitúr. Við fengum fjóra fallega laxa á Nessvæðinu og getum ekki annað en verið ánægðir með það," sagði Stefán Hallur Jónsson í samtali við okkur á Krafla.is í gærkvöld en hann var við veiðar í Laxá í Aðaldal fyrir nokkrum dögum. ,,Heimamenn höfðu á orði að ekki væri hægt að veiða á Kröflur í Aðaldalnum en við fórum nokkuð létt með að afsanna það. Við fengum tvo laxa á blá/svarta tommulanga Kröflutúpu og tveir laxanna komu á Kolskegg," sagði Stefán Hallur.
Við höfum frétt af mjög mikilli veiði á Kröfluflugur á norðanverðu landinu í sumar. Og ekki síður á norðaustanverðu landinu. Þannig höfum við heyrt miklar sögur frá mörgum veiðimönnum sem verið hafa við veiðar í Hölkná og Hafralónsá svo ekki sé minnst á Selá.
Hollið sem tók við í Stóru Laxá og veiddi 6. til 8. september fékk 3 laxa en aðeins tvær stengur voru við veiðarnar. Greinilegt að lítið ef nokkuð er af laxi í Stóru Laxá þessa dagana en það kann að breytast eftir vatnavexti síðustu daga. Þegar vatn vex í Stóru Laxá og Hvítá fer allt af stað, lax fer í auknum mæli á hreyfingu af svæðum í Hvítá neðan við Skálholt. Þessi fiskur gengur um Iðusvæðið þar sem veiðimenn verða hans varir og veiða vel í skamman tíma. Og áður en menn depla auga er Iðusvæðið tómt, fisklaust þrátt fyrir góðar aðstæður. Þá er von á góðum dögum í Stóru Laxá í framhaldinu.
Eftir að allt fór í flóð og grugg á Iðunni um kvöldmatarleytið í kvöld má loksins búast við fjörugum dögum í Stóru Laxá þegar vatnavöxtum linnir og sjatnar í Stóru Laxá. Síðustu dagar hafa verið mjög daprir á svæði 1 og 2 í Stóru Laxá og veiðimenn sem voru á þessum svæðum um síðustu helgi fóru vonsviknir heim á leið: ,, Við veiddum svæðin samviskulega, notuðum margar flugur í öllum stærðum og spúninn í lokin á hverjum veiðistaðnum af öðrum. Uppskeran var aðeins tveir laxar sem eiga ættir að rekja til Tungufljóts og eiga ekkert skilt við stofninn í Stóru Laxá. Vatnið var afskaplega lítið og svæðin nánast steindauð og eiginlega hvergi líf að sjá," sagði veiðimaður við Krafla.is sem var í umræddu holli.
-
Mikil veiði á Iðu síðustu daga og helmingurinn á ýmsar Kröflur
Veiðisvæðið við Iðu í Biskupstungum hefur heldur betur tekið stakkaskiptum síðustu dagana. Hefur veiði verið með því besta sem gerst hefur síðustu árin og minnir á gamla góða daga ef frá er talin stærðin á fiskunum sem veiðast.
,,Við erum á heimleið enda allt orðið mórautt og svæðið óveiðandi," sagði Stefán Hallur Jónsson í samtali við okkur á Krafla.is nú rétt í þessu. Klukkan var þá hálf átta að kvöldi og Stefán og félagar búnir að landa 21 laxi í dag og seinni part dags í gær. ,,Þetta var mjög skemmtilegt og við fengum 17 laxa og einn sjóbirting í dag. Við náðum 11 löxum fyrir hádegi í dag og 6 laxar tóku hjá okkur áður en allt varð mórautt. Það er greinilegt að Krafla er aðalflugan hér og ber höfuð og herðar yfir aðrar flugur. Helmingur aflans hjá okkur kom á Kröflutúpur í ýmsum litum og ég er ekki frá því að sú gula hafi drepaið flesta fiskana," sagði Stefán Hallur. Við eigum von á myndum frá Stefáni og félögum og birtum þær þegar þær berast okkur.
Eins dags holl sem var við veiðar á Iðu á undan Stefáni Halli og félögum fékk 15 laxa og hollið þar á undan fékk 6 laxa og alla á Kröfluflugur. Aðstæður þá voru mjög erfiðar vegna vatnsleysis og kulda. Um leið og fór að rigna foru hlutirnir heldur betur að gerast og var um tíma í dag mjög mikið af laxi á Iðusvæðinu.
Um 220 laxar hafa verið skráðir í veiðibókina við Iðu, sumarveiðin er því nálægt 450 löxum. Á hádegi sl. miðvikudag voru komnir 110 laxar á flugu. 72 laxanna voru á Kröfluflugur, 32 á aðrar flugur. Kröflur í ýmsum litum höfðu þá gefið 36 laxa en næst kom Marbendill með 14 laxa. Eftir góðan túr Stefáns Halls og félaga í dag og gær er Kraflan komin í 46 laxa.