Vilt þú vinna glæsilegt flugubox troðfullt af Kröfluflugum á Þorláksmessu?
This entry was posted on 13. December 2011
.
Jólatréð glæsilega í Veiðibúðinni Kröflu. Spurningin er hversu margar Kröflutúpurnar á jólatrénu eru.
Veiðimenn eru þegar farnir að koma í verslun okkar að Höfðabakka 3 og taka þátt í skemmtilegri getraun okkar fyrir jólin. Verðlaunin eru ekki af verri endanum. Glæsilegt flugubox úr birki eða mahoný og er boxið troðfullt af Kröfluflugum.
Það geta allir tekið þátt en aðeins í verslun okkar að Höfðabkka 3. Í versluninni er jólatré sem búið er að skreyta með Kröflutúpum. Þátttakendur fylla út þar til gerðan þátttökuseðil þar sem þeir tilgreina hve margar Kröflutúpurnar á jólatrénu eru. Um leið gerast þátttakendur félagar í Kröfluklúbnum ef þeir eru ekki félagar þar fyrir.
Seinni part dags á Þorláksmessu munum við síðan draga út nafn heppins viðskiptavinar og afhenda honum verðlaun sín.

Glæsilegt flugubox, troðfullt af Kröfluflugum, með árituðu nafni vinningshafans, bíður þess sem verður dreginn út á Þorláksmessu.