Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Monthly Archives: June 2013

  • Næstu tvær vikur verða mjög afdrifaríkar

    Hörður Birgir Hafsteinsson með 78 cm lax sem hann veiddi á Bryggjunum í Norðurá á opnunardeginum fyrir skömmu. Fiskurinn tók Iðu túpuflugu.

    Hörður Birgir Hafsteinsson með 78 cm lax sem hann veiddi á Bryggjunum í Norðurá á opnunardeginum fyrir skömmu. Fiskurinn tók Iðu túpuflugu.

    Næstu tvær vikur munu ráða mjög miklu um framvindu mála í laxveiðinni hér á landi í sumar. Nokkur merki eru þegar sjáanleg sem hafa framkallað bjartsýni hjá mönnum. Eru það einkum ,,spekúlasjónir" varðandi Norðurá sem opnaði 5. júní.

    Síðustu tölur sem við heyrðum frá Norðurá voru um 40 laxar. Í opnun árinnar bar nokkuð á smálaxi og er það mjög óvenjulegt. Fróðir menn segja það vita á sterkar smálaxagöngur. Önnur vísbending er að góð veiði hefur verið við ármót Norðurár og Hvítár, í Straumunum. Vatn hefur verið mjög gott í Norðurá frá opnun og við slíkar aðstæður á fiskur ekki að stoppa mikið í Straumunum. Margir vilja meina að góð veiði í Straumunum við þessar aðstæður sé einfaldlega vísbending um að sterkar göngur séu í vændum.

    Lax hefur sést víða í ám sem enn eiga eftir að opna. Þar má nefna Grímsá, Langá, Laxá í Leirársveit og Laxá í Kjós svo ekki sé minnst á Elliðaárnar. Það má búast við fjörugri veiði þegar þessar ár opna innan fárra daga hver af annarri.

    Rétt er á þessum tímapunkti að standa þétt í báðar fætur. Einfalt er að rifja upp gang mála fyrir nákvæmlega ári síðan. Þá var staðan svipuð ef frá er tekið þetta með smálaxinn og Straumana. Það er klárt að næstu tvær vikur, jafnvel 10 dagar segja mikið um framhaldið. Menn skulu þó líka hafa í huga til dæmis varðandi Norðurá að stundum hafa menn mátt bíða vel fram eftir júlímánuði eftir sterkum smálaxagöngum.

    Það eru spennandi dagar framundan.  Óvenjumargir bíða spenntir. Mikill fjöldi veiðimanna ætlar að bíða og fylgjast vel með framvindu mála næstu daga og vikur. Og leigutakar og leigusalar bíða mjög óþreyjufullir.

  • Risalax tók Iðuna í Norðurá - sá stærsti í langan tíma

    Elín með stóra hænginn sem hún fékk á Iðuna á Eyrinni í Norðurá í gær. Laxinn var 90 cm langur og er stærsti lax í opnun Norðurár í einhver ár.

    Elín með stóra hænginn sem hún fékk á Iðuna á Eyrinni í Norðurá í gær. Laxinn var 90 cm langur og er stærsti lax í opnun Norðurár í einhver ár. Hægt er að stækka myndina með því að tvísmella á hana.

    Elín Ingólfsdóttir lenti í ævintýri í opnun Norðurár í morgun þegar hún var við veiðar á Eyrinni neðan við Laxfoss. Elín, sem er eiginkona Harðar Birgis Hafsteinssonar stjórnarmanns í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, var með hina gjöfulu Kröfluflugu Iðu á taumendanum þegar 17-18 punda nýgenginn grálúsugur hængur þreif  fluguna með miklum tilþrifum.

    Lax Elínar er stærsti laxinn sem veiðst hefur í opnun Norðurár í einhver ár. Laxinn var 90 cm langur og hrikaleg sver og vel haldinn. Var það mat viðstaddra að hann hafi án efa verið 17-18 pund. Viðureignin við þennan mikla höfðingja var snörp og hafði Elín betur eftir um 15 mínútna viðureign. Eins og jafnan þá eru stærstu laxarnir klókir og þessi hængur á Eyrinni í morgun var engin undantekning. Hann fór með línuna bak við stein og þá komu funlaus handtök og þekking eiginmannsins sér vel og hann gat losað línuna.

    Elín með hvítu Echo 3 stöngina á Eyrinni í morgun. Hængurinn stóri tók vel í og um sérlega glæsilegan fisk að ræða.

    Elín með hvítu Echo 3 stöngina á Eyrinni í morgun. Hængurinn stóri tók vel í og um sérlega glæsilegan fisk að ræða. Hægt er að stækka myndina með því að tvísmella á hana.

    Elín var ekki einungis með flugu frá okkur í Veiðibúðinni Kröflu heldur var hún með 9 feta hvíta Echo 3 flugustöng, hvíta að lit fyrir línu númer 8, frá Kröflu. Við viljum geta þess að Iðu og allar aðrar Kröfluflugur fá veiðimenn einungis í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3. Ef aðrar verslanir eru að selja okkar flugur er það í algjöru leyfis- og heimildaleysi. Og við segjum við veiðimenn: varist lélegar eftirlíkingar.

    Stjórn stangaveiðifélagsins sem opnaði Norðurá í gærmorgun lauk veiðum á hádegi í dag og alls náðust 12 laxar á land og settu veiðimenn í mun fleiri. Í það minnsta 3 komu á þungar Iðutúpur og eitthvað urðu veiðimenn varir við og misstu fiska á Kolskegg.

  • Árni fékk lax á Iðuna í Norðurá í morgun

    Árni Friðleifsson hefur oft fengið laxa í opnun Norðurár. Í morgun fékk hann lax á Iðu túpu en hér er hann með fallegan lax á Kolskegg í opnun Norðurár árið 2010.

    Árni Friðleifsson hefur oft fengið laxa í opnun Norðurár. Í morgun fékk hann lax á Iðu túpu en hér er hann með fallegan lax á Kolskegg í opnun Norðurár árið 2010.

    Stjórn SVFR, Stangaveiðifélags Reykjavíkur, opnaði Norðurá í Borgarfirði í morgun og strax í þriðja kasti fékk Bjarni Júlíusson formaður 72 cm langa hrygnu á BEP flugu á Brotinu neðan við Laxfoss.

    Þegar um klukkustund var liðin af veiðitímanum landaði Árni Friðleifsson, varaformaður SVFR, fallegri hrygnu á Iðu túpu frá Veiðibúðinni Kröflu og tók laxinn einnig á Brotinu. Var Árni um 10 mínútur að landa hrygnunni.

    Eitthvað hefur sést af laxi í Norðurá en hún er mjög vatnsmikil. Var rennsli árinnar rúmir 60 rúmmetrar á sekúndu um miðnætti sl. en Norðurá fór hraðminnkandi í nótt og þegar þetta er skrifað hefur rennslið minnkað niður í rúma 50 rúmmetra og vatnsyfirborðið lækkað um rúma 10 cm í nótt.

    Við erum í ágætu sambandi við veiðimenn við Norðurá og flytjum frekari fréttir og myndir um leið og þær berast okkur.

Hlutur 5 til 7 af 7

Síða:
  1. 1
  2. 2
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík